Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 11:30 Júpíter í allri sinni dýrð Mynd/NASA/JPL-CALTECH/SWRI/MSSS/KEVIN M. GILL Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. BBC hefur tekið saman lista yfir bestu ljósmyndir ársinsMyndin hér að ofan var tekin af geimfarinu Juno sem náð hefur mögnuðum myndum af Júpíter frá því að geimfarið litla komst þangað árið 2016. Myndin hér að ofan er samsett úr fjórum ljósmyndum sem Juno tók þann 29. maí en þann dag komst Juno „mjög nærri“ skýjahjúp plánetunnar, eða á bilinu 18,6 þúsund kílómetra til 8,6 þúsund.Hér að neðan má einnig sjá aðra mynd frá Juno af Júpíter. Nærmynd af JúpíterMynd/KEVIN MCGILL/NASA/JPL-CALTECH/SWRI/MSSS Geimfarið New Horizons færði mannkyninu magnaðar myndir af Plútó þegar það kíkti í heimsókn árið 2015. Að því loknu var geimfarið sent í Kuiper-beltið, kleinuhringslaga svæði handan Neptúnusar í um það bil 30 til 55 stjarnfræðieininga (4,5 til 8 milljarða kílómetra) fjarlægð frá sólinni.Þar finnast ýmsir smáhnettir, þar á meðal þetta fyrirbæri sem sjá má hér að neðan. Vísindamenn kölluðu það fyrst MU69, síðar Ultima Thule og að lokum Arrokoth. New Horizons tók þessa fallega mynd af fyrirbærinu, sem lítur út eins og snjókarl. Um er að ræða íshnetti sem rákust saman. Arrokoth, áður Ultima Thule.Mynd/NASA/JHUAPL/SWRI/T. APPERE Ofurrisinn Eta Carinae er í um 7,5 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Á Stjörnufræðivefnum segir að stjarnan sé „án nokkurs vafa með stórbrotnustu stjörnum himinhvolfsins og í vetrarbrautinni okkar.“ Auðvelt er að taka undir þá staðhæfingu eftir að NASA birti myndina hér að neðan sem líkja má við flugeldasýningu út í geimnum. Frekari fróðleik um Eta Carinae má nálgast á Stjörnufræðivefnum. Eta Carinae í allri sinni dýrð.NASA/ESA/N. SMITH/J. MORSE Marsfarinn Curiosity hefur verið að kanna plánetuna Mars frá árinu 2012. Curiosity tók þessa sjálfsmynd þann 12. maí síðastliðinn en alls er myndin samsett úr 57 myndum úr myndavél sem ber nafnið Mars Hand Lens Imager sem staðsett á Curiosity. Curiosity tekur sig vel út á Mars.Mynd/NASA/JPL-CALTECH/MSSS Kínverjar brutu blað í geimsögunni þegar þeir lentu Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins þann 3. janúar, en það var í fyrsta sinn sem slíkt tekst. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni og vélmenni um borð tók til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Kínverjar sendu geimfar á tunglið.Mynd/Clep Fleiri myndir má sjá vef BBC auk þess sem að VOX í Bandaríkjunum valdi nýlega fimmtán bestu geimljósmyndir áratugarins. Seglið góða.Mynd/PLANETARY SOCIETY Fréttir ársins 2019 Geimurinn Tengdar fréttir Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. 16. júlí 2019 18:45 Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Sprengingin hefði átt uppruna sinn í risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar. Áhrifin hefðu fundist í að minnsta kosti 200.000 ljósára fjarlægð, í nálægum dvergvetrarbrautum. 7. október 2019 15:41 Kosning um íslenskt nafn á fjarlægu sólkerfi hafin Sjö tillögur standa eftir um nafn á sólkerfinu HD 109246. Nöfnin eru meðal annars sótt í íslenskar bókmenntir, örnefni og goðafræði. 25. október 2019 09:55 Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. 27. desember 2019 15:15 Huldir hlutar alheimsins spruttu upp úr greinum Nóbelsverðlaunahafans Íslenskir stjarneðlisfræðingar skýra uppgötvanirnar sem Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði voru veitt fyrir í gær. 9. október 2019 14:00 Mældu útþensluhraða alheimsins með nýrri aðferð Íslenskur stjarneðlisfræðingur tók þátt í rannsókn sem beitti nýrri aðferð til að mæla Hubble-fastann svonefnda, mælikvarða á hraða útþenslu alheimsins sem varpar ljósi á uppruna og örlög hans. 8. nóvember 2019 09:00 Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Sömu vísindamenn og tóku fyrstu myndina af svartholi vilja færa út kvíarnar og ná mynd úr miðju okkar vetrarbrautar. 5. september 2019 23:26 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Nýju tunglin eru lítil og á víðri braut um Satúrnus. Þau eru talin leifar stærra tungls sem splundraðist við árekstur, annað hvort við annað tungl eða utankomandi hnullung. 8. október 2019 09:02 Ísland geti leikið lykilhlutverk í geimferðarannsóknum Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. 16. september 2019 09:00 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Telja sig hafa fundið lendingarfarið á tunglinu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands telja sig hafa fundið tunglfar þeirra sem týndist eftir að samband tapaðist við það við skömmu fyrir lendingu á laugardaginn. 8. september 2019 22:38 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Tvær konur stíga út úr geimstöðinni í fyrsta sinn Fyrsta geimgangan sem eingöngu konur koma að, fer fram fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í dag. 18. október 2019 10:41 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. BBC hefur tekið saman lista yfir bestu ljósmyndir ársinsMyndin hér að ofan var tekin af geimfarinu Juno sem náð hefur mögnuðum myndum af Júpíter frá því að geimfarið litla komst þangað árið 2016. Myndin hér að ofan er samsett úr fjórum ljósmyndum sem Juno tók þann 29. maí en þann dag komst Juno „mjög nærri“ skýjahjúp plánetunnar, eða á bilinu 18,6 þúsund kílómetra til 8,6 þúsund.Hér að neðan má einnig sjá aðra mynd frá Juno af Júpíter. Nærmynd af JúpíterMynd/KEVIN MCGILL/NASA/JPL-CALTECH/SWRI/MSSS Geimfarið New Horizons færði mannkyninu magnaðar myndir af Plútó þegar það kíkti í heimsókn árið 2015. Að því loknu var geimfarið sent í Kuiper-beltið, kleinuhringslaga svæði handan Neptúnusar í um það bil 30 til 55 stjarnfræðieininga (4,5 til 8 milljarða kílómetra) fjarlægð frá sólinni.Þar finnast ýmsir smáhnettir, þar á meðal þetta fyrirbæri sem sjá má hér að neðan. Vísindamenn kölluðu það fyrst MU69, síðar Ultima Thule og að lokum Arrokoth. New Horizons tók þessa fallega mynd af fyrirbærinu, sem lítur út eins og snjókarl. Um er að ræða íshnetti sem rákust saman. Arrokoth, áður Ultima Thule.Mynd/NASA/JHUAPL/SWRI/T. APPERE Ofurrisinn Eta Carinae er í um 7,5 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Á Stjörnufræðivefnum segir að stjarnan sé „án nokkurs vafa með stórbrotnustu stjörnum himinhvolfsins og í vetrarbrautinni okkar.“ Auðvelt er að taka undir þá staðhæfingu eftir að NASA birti myndina hér að neðan sem líkja má við flugeldasýningu út í geimnum. Frekari fróðleik um Eta Carinae má nálgast á Stjörnufræðivefnum. Eta Carinae í allri sinni dýrð.NASA/ESA/N. SMITH/J. MORSE Marsfarinn Curiosity hefur verið að kanna plánetuna Mars frá árinu 2012. Curiosity tók þessa sjálfsmynd þann 12. maí síðastliðinn en alls er myndin samsett úr 57 myndum úr myndavél sem ber nafnið Mars Hand Lens Imager sem staðsett á Curiosity. Curiosity tekur sig vel út á Mars.Mynd/NASA/JPL-CALTECH/MSSS Kínverjar brutu blað í geimsögunni þegar þeir lentu Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins þann 3. janúar, en það var í fyrsta sinn sem slíkt tekst. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni og vélmenni um borð tók til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Kínverjar sendu geimfar á tunglið.Mynd/Clep Fleiri myndir má sjá vef BBC auk þess sem að VOX í Bandaríkjunum valdi nýlega fimmtán bestu geimljósmyndir áratugarins. Seglið góða.Mynd/PLANETARY SOCIETY
Fréttir ársins 2019 Geimurinn Tengdar fréttir Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. 16. júlí 2019 18:45 Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Sprengingin hefði átt uppruna sinn í risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar. Áhrifin hefðu fundist í að minnsta kosti 200.000 ljósára fjarlægð, í nálægum dvergvetrarbrautum. 7. október 2019 15:41 Kosning um íslenskt nafn á fjarlægu sólkerfi hafin Sjö tillögur standa eftir um nafn á sólkerfinu HD 109246. Nöfnin eru meðal annars sótt í íslenskar bókmenntir, örnefni og goðafræði. 25. október 2019 09:55 Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. 27. desember 2019 15:15 Huldir hlutar alheimsins spruttu upp úr greinum Nóbelsverðlaunahafans Íslenskir stjarneðlisfræðingar skýra uppgötvanirnar sem Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði voru veitt fyrir í gær. 9. október 2019 14:00 Mældu útþensluhraða alheimsins með nýrri aðferð Íslenskur stjarneðlisfræðingur tók þátt í rannsókn sem beitti nýrri aðferð til að mæla Hubble-fastann svonefnda, mælikvarða á hraða útþenslu alheimsins sem varpar ljósi á uppruna og örlög hans. 8. nóvember 2019 09:00 Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Sömu vísindamenn og tóku fyrstu myndina af svartholi vilja færa út kvíarnar og ná mynd úr miðju okkar vetrarbrautar. 5. september 2019 23:26 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Nýju tunglin eru lítil og á víðri braut um Satúrnus. Þau eru talin leifar stærra tungls sem splundraðist við árekstur, annað hvort við annað tungl eða utankomandi hnullung. 8. október 2019 09:02 Ísland geti leikið lykilhlutverk í geimferðarannsóknum Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. 16. september 2019 09:00 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Telja sig hafa fundið lendingarfarið á tunglinu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands telja sig hafa fundið tunglfar þeirra sem týndist eftir að samband tapaðist við það við skömmu fyrir lendingu á laugardaginn. 8. september 2019 22:38 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Tvær konur stíga út úr geimstöðinni í fyrsta sinn Fyrsta geimgangan sem eingöngu konur koma að, fer fram fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í dag. 18. október 2019 10:41 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. 16. júlí 2019 18:45
Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Sprengingin hefði átt uppruna sinn í risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar. Áhrifin hefðu fundist í að minnsta kosti 200.000 ljósára fjarlægð, í nálægum dvergvetrarbrautum. 7. október 2019 15:41
Kosning um íslenskt nafn á fjarlægu sólkerfi hafin Sjö tillögur standa eftir um nafn á sólkerfinu HD 109246. Nöfnin eru meðal annars sótt í íslenskar bókmenntir, örnefni og goðafræði. 25. október 2019 09:55
Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. 27. desember 2019 15:15
Huldir hlutar alheimsins spruttu upp úr greinum Nóbelsverðlaunahafans Íslenskir stjarneðlisfræðingar skýra uppgötvanirnar sem Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði voru veitt fyrir í gær. 9. október 2019 14:00
Mældu útþensluhraða alheimsins með nýrri aðferð Íslenskur stjarneðlisfræðingur tók þátt í rannsókn sem beitti nýrri aðferð til að mæla Hubble-fastann svonefnda, mælikvarða á hraða útþenslu alheimsins sem varpar ljósi á uppruna og örlög hans. 8. nóvember 2019 09:00
Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Sömu vísindamenn og tóku fyrstu myndina af svartholi vilja færa út kvíarnar og ná mynd úr miðju okkar vetrarbrautar. 5. september 2019 23:26
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Nýju tunglin eru lítil og á víðri braut um Satúrnus. Þau eru talin leifar stærra tungls sem splundraðist við árekstur, annað hvort við annað tungl eða utankomandi hnullung. 8. október 2019 09:02
Ísland geti leikið lykilhlutverk í geimferðarannsóknum Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. 16. september 2019 09:00
Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Telja sig hafa fundið lendingarfarið á tunglinu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands telja sig hafa fundið tunglfar þeirra sem týndist eftir að samband tapaðist við það við skömmu fyrir lendingu á laugardaginn. 8. september 2019 22:38
Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54
Tvær konur stíga út úr geimstöðinni í fyrsta sinn Fyrsta geimgangan sem eingöngu konur koma að, fer fram fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í dag. 18. október 2019 10:41