Sárt að fá ekki að opna á sama tíma og sundlaugarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:00 Ingi Páll Sigurðsson er einn af tveimur eigendum Sporthússins. Vísir/Vilhelm „Það leggst vel í okkur að vita loksins eitthvað. Óvissan er það versta. Auðvitað væri best að fá að opna um leið og sundlaugarnar.“ Þetta segir Ingi Páll Sigurðsson, annar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Sporthússins, inntur eftir viðbrögðum við þeim fréttum að stefnt sé að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað að nýju 25. maí. Þeim var gert að loka þann 23. mars og mun starfsemin því hafa legið niðri í tvo mánuði þegar opnað verður að nýju. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kynnti það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að farið yrði í næstu tilslakanir á samkomubanni þann 25. maí. Í því skrefi myndu líkamsræktarstöðvar geta opnað en áður hafði verið kynnt að sundlaugar opni 18. maí. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa verið ósáttir við að fá ekki að opna á sama tíma og sundið og sendu bréf á sóttvarnalækni í fyrradag vegna málsins. Í forsvari fyrir 13 líkamsræktarstöðvar sem sendu bréfið voru þau Þröstur Jón Sigurðsson, hinn eigandi Sporthússins, og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Þegar líkamsræktarstöðvarnar opna aftur hafa þær verið lokaðar í tvo mánuði.Vísir/Vilhelm Væntu þess að fá að opna í fyrsta áfanga afléttinga Í bréfinu er óskað eftir svörum varðandi það hvenær líkamsræktarstöðvar fái að opna og hvers vegna stöðvarnar eigi að vera áfram lokaðar á meðan sundlaugar fái að opna. Áður hafi verið gefið til kynna að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar yrðu opnaðar á sama tíma og bent á að umræddum stöðum hafi verið gert að loka á sama tíma. „Því til viðbótar var gefið út að aflétting takmarkana væri fyrirhuguð í öfugri röð við það hvenær þær voru settar á. Væntingar okkar voru því þær að okkur yrði heimilt að opna í fyrsta áfanga afléttinga. Við köllum eftir skýringum á því hvers vegna heilsuræktarstöðum er fyrirskipað að hafa áfram lokað,“ segir í bréfinu sem sjá má í heild undir tengdum skjölum neðst í fréttinni. Þröstur segir í samtali við Vísi að sent hafi verið afrit á ráðherra í ríkisstjórn en hvorki hafi borist svar frá einhverjum þeirra né sóttvarnalækni. Þröstur Jón Sigurðsson er annar eigandi Sporthússins.Aðsend mynd „Mér fannst illa að okkur vegið“ Hann segir alla eigendur líkamsræktarstöðva hafa átt von á því að geta opnað 4. maí, líkt og hárgreiðslustofur, tannlæknar og sjúkraþjálfarar, því þeim hafi öllum verið gert að loka á sama tíma. „Þannig að það var blaut tuska í andlitið að það var ekki. Síðan þegar kemur í ljós að það á að opna sundlaugar en ekki hjá okkur, þá get ég alveg viðurkennt að ég var ekki sáttur við það og mér fannst illa að okkur vegið. Ég skal bara fúslega viðurkenna það,“ segir Þröstur. Sóttvarnalæknir hefur sagt að mun færri sameiginlegir snertifletir séu að hans mati í sundi heldur en í líkamsræktarstöðvum. Þá sé klórinn í sundlaugum landsins slæmur fyrir veiruna; hún þrífist ekki í þeim aðstæðum. Því sé minni smithætta í sundi að hans mati en í ræktinni. Ingi bendir á móti á að áður en ræktunum var lokað hafi þurft að sinna miklum smit- og sýkingarvörnum í stöðvunum auk þess sem fjöldatakmarkanir voru í gildi. „Það gekk allt rosalega vel og allir rosalega meðvitaðir. Það var sótthreinsibúnaður og standar hér úti um allt hús. Fólk sinnti þessu og sprittaði sig og tækin líka eftir alla notkun. Þannig að maður er svona aðeins, eftir hvað það gekk vel og það er ekki búið að rekja nein smit í líkamsræktarstöðvar eða neitt slíkt, þá er maður aðeins sár að fá ekki að opna á sama tíma og sundlaugar,“ segir Ingi. Tækin í Sporthúsinu verða að öllum líkindum ekkert í notkun fyrr en þann 25. maí.Vísir/Vilhelm Ekkert því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir gangi áfram vel Hann segir fyrirtækið vilja geta sinnt sínum viðskiptavinum. „Og fá tekjurnar inn. Auðvitað vill maður opna sem fyrst því maður veit að maður getur staðið sig í því að sinna því sem þarf að sinna. Að allir sótthreinsi sig og skipta stöðvunum niður eftir svæðum, bara eins og við vorum búin að gera áður en það lokaði,“ segir Ingi og bætir við að ekkert sé því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir muni áfram ganga vel í Sporthúsinu þegar það verði opnað að nýju. „Og ég held að fólk sé orðið ennþá meðvitaðra eftir þetta heldur en það var fyrir. Það voru kannski ekki allir sem áttuðu sig á alvarleikanum þegar við vorum að fara fram á þetta við alla, hvað það var sótthreinsað mikið, en ég held að allir geri sér grein fyrir því núna að þetta ber að taka alvarlega og að það þurfi að passa þessa hluti,“ segir Ingi. Kúnnahópur Sporthússins er stór, telur mörg þúsund manns, og þá starfa tæplega 300 manns hjá fyrirtækinu en meirihlutinn eru verktakar. Þröstur segir að heildarfjöldi launþega sé um 120 og af þeim fóru rúmlega 40 á hlutabótaleið. Aðrir launþegar hafi verið í minna en 45% starfshlutfalli og því ekki uppfyllt kröfur úrræðisins. Tengd skjöl breftilsottvarnalaeknisPDF65KBSækja skjal Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
„Það leggst vel í okkur að vita loksins eitthvað. Óvissan er það versta. Auðvitað væri best að fá að opna um leið og sundlaugarnar.“ Þetta segir Ingi Páll Sigurðsson, annar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Sporthússins, inntur eftir viðbrögðum við þeim fréttum að stefnt sé að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað að nýju 25. maí. Þeim var gert að loka þann 23. mars og mun starfsemin því hafa legið niðri í tvo mánuði þegar opnað verður að nýju. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kynnti það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að farið yrði í næstu tilslakanir á samkomubanni þann 25. maí. Í því skrefi myndu líkamsræktarstöðvar geta opnað en áður hafði verið kynnt að sundlaugar opni 18. maí. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa verið ósáttir við að fá ekki að opna á sama tíma og sundið og sendu bréf á sóttvarnalækni í fyrradag vegna málsins. Í forsvari fyrir 13 líkamsræktarstöðvar sem sendu bréfið voru þau Þröstur Jón Sigurðsson, hinn eigandi Sporthússins, og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Þegar líkamsræktarstöðvarnar opna aftur hafa þær verið lokaðar í tvo mánuði.Vísir/Vilhelm Væntu þess að fá að opna í fyrsta áfanga afléttinga Í bréfinu er óskað eftir svörum varðandi það hvenær líkamsræktarstöðvar fái að opna og hvers vegna stöðvarnar eigi að vera áfram lokaðar á meðan sundlaugar fái að opna. Áður hafi verið gefið til kynna að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar yrðu opnaðar á sama tíma og bent á að umræddum stöðum hafi verið gert að loka á sama tíma. „Því til viðbótar var gefið út að aflétting takmarkana væri fyrirhuguð í öfugri röð við það hvenær þær voru settar á. Væntingar okkar voru því þær að okkur yrði heimilt að opna í fyrsta áfanga afléttinga. Við köllum eftir skýringum á því hvers vegna heilsuræktarstöðum er fyrirskipað að hafa áfram lokað,“ segir í bréfinu sem sjá má í heild undir tengdum skjölum neðst í fréttinni. Þröstur segir í samtali við Vísi að sent hafi verið afrit á ráðherra í ríkisstjórn en hvorki hafi borist svar frá einhverjum þeirra né sóttvarnalækni. Þröstur Jón Sigurðsson er annar eigandi Sporthússins.Aðsend mynd „Mér fannst illa að okkur vegið“ Hann segir alla eigendur líkamsræktarstöðva hafa átt von á því að geta opnað 4. maí, líkt og hárgreiðslustofur, tannlæknar og sjúkraþjálfarar, því þeim hafi öllum verið gert að loka á sama tíma. „Þannig að það var blaut tuska í andlitið að það var ekki. Síðan þegar kemur í ljós að það á að opna sundlaugar en ekki hjá okkur, þá get ég alveg viðurkennt að ég var ekki sáttur við það og mér fannst illa að okkur vegið. Ég skal bara fúslega viðurkenna það,“ segir Þröstur. Sóttvarnalæknir hefur sagt að mun færri sameiginlegir snertifletir séu að hans mati í sundi heldur en í líkamsræktarstöðvum. Þá sé klórinn í sundlaugum landsins slæmur fyrir veiruna; hún þrífist ekki í þeim aðstæðum. Því sé minni smithætta í sundi að hans mati en í ræktinni. Ingi bendir á móti á að áður en ræktunum var lokað hafi þurft að sinna miklum smit- og sýkingarvörnum í stöðvunum auk þess sem fjöldatakmarkanir voru í gildi. „Það gekk allt rosalega vel og allir rosalega meðvitaðir. Það var sótthreinsibúnaður og standar hér úti um allt hús. Fólk sinnti þessu og sprittaði sig og tækin líka eftir alla notkun. Þannig að maður er svona aðeins, eftir hvað það gekk vel og það er ekki búið að rekja nein smit í líkamsræktarstöðvar eða neitt slíkt, þá er maður aðeins sár að fá ekki að opna á sama tíma og sundlaugar,“ segir Ingi. Tækin í Sporthúsinu verða að öllum líkindum ekkert í notkun fyrr en þann 25. maí.Vísir/Vilhelm Ekkert því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir gangi áfram vel Hann segir fyrirtækið vilja geta sinnt sínum viðskiptavinum. „Og fá tekjurnar inn. Auðvitað vill maður opna sem fyrst því maður veit að maður getur staðið sig í því að sinna því sem þarf að sinna. Að allir sótthreinsi sig og skipta stöðvunum niður eftir svæðum, bara eins og við vorum búin að gera áður en það lokaði,“ segir Ingi og bætir við að ekkert sé því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir muni áfram ganga vel í Sporthúsinu þegar það verði opnað að nýju. „Og ég held að fólk sé orðið ennþá meðvitaðra eftir þetta heldur en það var fyrir. Það voru kannski ekki allir sem áttuðu sig á alvarleikanum þegar við vorum að fara fram á þetta við alla, hvað það var sótthreinsað mikið, en ég held að allir geri sér grein fyrir því núna að þetta ber að taka alvarlega og að það þurfi að passa þessa hluti,“ segir Ingi. Kúnnahópur Sporthússins er stór, telur mörg þúsund manns, og þá starfa tæplega 300 manns hjá fyrirtækinu en meirihlutinn eru verktakar. Þröstur segir að heildarfjöldi launþega sé um 120 og af þeim fóru rúmlega 40 á hlutabótaleið. Aðrir launþegar hafi verið í minna en 45% starfshlutfalli og því ekki uppfyllt kröfur úrræðisins. Tengd skjöl breftilsottvarnalaeknisPDF65KBSækja skjal
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira