Systkini Hagen telja Anne-Elisabeth vera enn á lífi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 06:42 Lögreglan hefur rannsakað heimili Hagen-hjónanna í vikunni. EPA/TERJE PEDERSEN Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34