Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:22 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA. Aðsend Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira