Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 07:00 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. Heimsfaraldurinn hefur gerbreytt efnahagshorfum til skemmri tíma. Íslandsbanki spáði 1,4% hagvexti á þessu ári í janúar en býst nú við meira en 9% samdrætti. Tekjur ferðaþjónustunnar verði innan við helmingur af tekjum síðasta árs með gríðarlegum áhrifum á þjóðarbúið og vöruútflutningur muni dragast saman vegna minni álútflutnings og hnökra á flutningum með ferskan fisk og fleiri vörur vegna faraldursins. Í þjóðhagsspánni er gengið út frá því að ferðamenn byrji að koma aftur til Íslands á seinni helmingi þessa árs. Um 750.000 ferðamenn komi þá til landsins á þessu ári sem sé svipaður fjöldi og árið 2013. Fækkun ferðamanna á milli ára verði því um 62%. Á næsta ári verði ferðamennirnir um milljón og 1,3 milljónir árið 2022. Þá telur bankinn að einkaneysla muni skreppa talsvert saman vegna stóraukins atvinnuleysis, fjárfestingar í einkageiranum dragist verulega saman og innflutningur sömuleiðis vegna minni ferðalaga erlendis, veikingar krónunnar og minni eftirspurnar innanlands. Spáin er sett fram með fyrirvara um að þróun faraldursins og viðbrögð við honum á seinni árshelmingi ráði úrslitum um efnahagsbata. Íslandsbanki telur þó að hagvöxtur gæti náð 4,7% á næsta ári og 4,5% árið 2022. Hátt í 10% atvinnuleysi að meðaltali Skammtímahorfur á vinnumarkaði eru dökkar að mati bankans. Hann spáir því að atvinnuleysi verði 9,6% að meðaltali á þessu ári og fari mest í um 13% á miðju árinu. Þá er ekki gert ráð fyrir starfsfólki á hlutabótaleið stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að kreppan verði skammvinn og að atvinnuleysi verði um 5,8% á næsta ári. Árið 2022 verði atvinnuleysi komið aftur á svipaðar slóðir og það var áður en faraldurinn braust út, um 3,8%. Atvinnuleysið leiðir til þess að einkaneysla dregst meira saman en hún hefur gert í nærri því áratug. Spáð er 5,5% samdrætti í einkaneyslu á árinu en að hún nái sér aftur á strik á næstu tveimur árum. Heimilin í landinu eru talin standa styrkari stoðum nú en í síðustu kreppu fyrir um tíu árum. „Skuldir heimila hafa í stórum dráttum haldist hóflegar og sparnaður verið talsverður. Það er því minni hætta en ella á að heimili lendi í bráðum skuldavanda þótt tekjurnar verði fyrir tímabundnu höggi,“ segir í þjóðhagsspánni. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Nærri því fjórar af hverjum tíu krónum af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins hafa komið frá ferðaþjónustu undanfarin ár og því mun um 62% fækkun ferðamanna á árinu hafa mikil áhrif á hagkerfið.Vísir/Vilhelm Verðbólga stöðug og undir markmiðum Seðlabankans Hvað verðbólgu varðar telur Íslandsbanki að hún verði nokkuð stöðug og haldist hóflega til 2022 þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi veikst töluvert frá áramótum, um 14% gagnvart helstu gjaldmiðlum. Aðrir kraftar vegi upp á móti veikingu krónunnar þegar kemur að verðbólgu. Olíuverð hefur lækkað mikið, hægt hefur á hækkunum íbúðaverðs og eftirspurn hefur minnkað sem dregur úr verðþrýstingi. „Útlit er fyrir hóflega verðbólgu næsta kastið. Teljum við að verðbólga muni haldast rétt undir markmiði Seðlabankans á spátímanum, mælast að meðaltali 2,2,% á þessu ári, 2,1% að meðaltali á næsta ári en aukast lítillega árið 2022 og mælast að meðaltali 2,3%,“ segir í spánni en með fyrirvara um að verðbólga sé mikilli óvissu háð. Sú óvissa er sögð aðallega bundin við gengi krónunnar. Forsenda spárinnar er að króna haldist nokkuð stöðug við núverandi gengi sem bankinn telur styðja við efnahagsbata. Vextir áfram í sögulegu lágmarki og íbúðaverð lækkar Íslandsbanki spáir því að frekari lækkun vaxta sé í kortunum og að langtímavextir verði í lágmarki á næstu misserum. Stýrivextir Seðlabankans hafi verið lækkaðir það sem af er þessu ári og hafa þeir aldrei verið lægri en nú, 1,75%. Í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir að stýrivextirnir verði komnir niður í 0,75% fyrir lok september. Þó að vextirnir hækki lítillega á næsta ári samfara batnandi efnahagshorfum verði þeir áfram sögulega lágir. Raunverð íbúða er talið munu lækka um 3,2% á þessu, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingunum. Verðið lækki áfram um 2,4% á næsta ári og haldist óbreytt árið 2022. Íslandsbanki gerir ráð fyrir 12% samdrætti í íbúðafjárfestingum á þessu ári og 5% á því næsta. Útlit sé fyrir samdrátt í nýbyggingum sömuleiðis. „Vegna versnandi efnahagshorfa þar sem atvinnuleysi hefur aukist töluvert, hægt hefur á kaupmætti launa og fólksfjölgun verið hægari teljum við að raunverð íbúða muni lækka,“ segir í spánni. Hagstæð fjármögnunarkjör verði það sem hjálpi helst eftirspurn en vextir á íbúðalánum hafa aldrei verið hagstæðari, að sögn bankans. Stýrivextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri en nú. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að vextirnir verði áfram sögulega lágir næstu tvö árin.Vísir/Vilhelm Lítils háttar viðskiptahalli á þessu ári Utanríkisviðskipti eru talin verða í þokkalegu jafnvægi þrátt fyrir ágjöf í útflutningi frá landinu. Íslandsbanki telur að þjónustuafgangur muni þurrkast meira eða minna út á þessu ári vegna mikils tekjufalls í ferðaþjónustu en á móti dragi töluvert úr viðskiptahalla vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í innflutningi neyslu- og fjárfestingavara. Spáin gerir ráð fyrir lítilsháttar viðskiptahalla á þessu ári, um 1,2% af vergri landsframleiðslu, eftir lengsta samfellda tímabil viðskiptaafgangs í lýðveldissögunni frá 2012 til 2019. Ástæðan er enn mikill samdráttur í ferðaþjónustu. Bankinn telur engu að síður útlitið ágætt fyrir viðskiptajöfnuð þegar fram í sækir. Útflutningur er talinn ná sér á strik aftur árið 2021 að því gefnu að ferðaþjónustuna nái aftur vopnum sínum eftir faraldurinn. Þrátt fyrir allt telur Íslandsbanki fjölmargar ástæður til bjartsýni á framtíðina. Stoðir hagkerfisins hafi verið sterkar fyrir skellinn af faraldrinum, erlend staða þjóðarbúsins sé góð, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styðji við krónuna og ríkið hafi svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Hagstjórnarviðbrögð stjórnvalda mildi höggið einnig talsvert. Þau hafi fram að þessu verið áþekk aðgerðum sem gripið hefur verið til í öðrum þróuðum ríkjum. Bankinn telur að færa megi rök fyrir því að íslensk stjórnvöld ættu að vera viljugri en yfirvöld víða annars staðar til að bæta enn í aðgerðirnar ef frekar syrtir í álinn. Opinberar skuldir hér séu hóflegar í alþjóðlegu samhengi. Þá sé hlutur ferðaþjónustu í útflutningstekjum og á vinnumarkaði með meira móti á Íslandi og því ríkari ástæða en ella til þess að gefa geiranum gaum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. Heimsfaraldurinn hefur gerbreytt efnahagshorfum til skemmri tíma. Íslandsbanki spáði 1,4% hagvexti á þessu ári í janúar en býst nú við meira en 9% samdrætti. Tekjur ferðaþjónustunnar verði innan við helmingur af tekjum síðasta árs með gríðarlegum áhrifum á þjóðarbúið og vöruútflutningur muni dragast saman vegna minni álútflutnings og hnökra á flutningum með ferskan fisk og fleiri vörur vegna faraldursins. Í þjóðhagsspánni er gengið út frá því að ferðamenn byrji að koma aftur til Íslands á seinni helmingi þessa árs. Um 750.000 ferðamenn komi þá til landsins á þessu ári sem sé svipaður fjöldi og árið 2013. Fækkun ferðamanna á milli ára verði því um 62%. Á næsta ári verði ferðamennirnir um milljón og 1,3 milljónir árið 2022. Þá telur bankinn að einkaneysla muni skreppa talsvert saman vegna stóraukins atvinnuleysis, fjárfestingar í einkageiranum dragist verulega saman og innflutningur sömuleiðis vegna minni ferðalaga erlendis, veikingar krónunnar og minni eftirspurnar innanlands. Spáin er sett fram með fyrirvara um að þróun faraldursins og viðbrögð við honum á seinni árshelmingi ráði úrslitum um efnahagsbata. Íslandsbanki telur þó að hagvöxtur gæti náð 4,7% á næsta ári og 4,5% árið 2022. Hátt í 10% atvinnuleysi að meðaltali Skammtímahorfur á vinnumarkaði eru dökkar að mati bankans. Hann spáir því að atvinnuleysi verði 9,6% að meðaltali á þessu ári og fari mest í um 13% á miðju árinu. Þá er ekki gert ráð fyrir starfsfólki á hlutabótaleið stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að kreppan verði skammvinn og að atvinnuleysi verði um 5,8% á næsta ári. Árið 2022 verði atvinnuleysi komið aftur á svipaðar slóðir og það var áður en faraldurinn braust út, um 3,8%. Atvinnuleysið leiðir til þess að einkaneysla dregst meira saman en hún hefur gert í nærri því áratug. Spáð er 5,5% samdrætti í einkaneyslu á árinu en að hún nái sér aftur á strik á næstu tveimur árum. Heimilin í landinu eru talin standa styrkari stoðum nú en í síðustu kreppu fyrir um tíu árum. „Skuldir heimila hafa í stórum dráttum haldist hóflegar og sparnaður verið talsverður. Það er því minni hætta en ella á að heimili lendi í bráðum skuldavanda þótt tekjurnar verði fyrir tímabundnu höggi,“ segir í þjóðhagsspánni. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Nærri því fjórar af hverjum tíu krónum af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins hafa komið frá ferðaþjónustu undanfarin ár og því mun um 62% fækkun ferðamanna á árinu hafa mikil áhrif á hagkerfið.Vísir/Vilhelm Verðbólga stöðug og undir markmiðum Seðlabankans Hvað verðbólgu varðar telur Íslandsbanki að hún verði nokkuð stöðug og haldist hóflega til 2022 þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi veikst töluvert frá áramótum, um 14% gagnvart helstu gjaldmiðlum. Aðrir kraftar vegi upp á móti veikingu krónunnar þegar kemur að verðbólgu. Olíuverð hefur lækkað mikið, hægt hefur á hækkunum íbúðaverðs og eftirspurn hefur minnkað sem dregur úr verðþrýstingi. „Útlit er fyrir hóflega verðbólgu næsta kastið. Teljum við að verðbólga muni haldast rétt undir markmiði Seðlabankans á spátímanum, mælast að meðaltali 2,2,% á þessu ári, 2,1% að meðaltali á næsta ári en aukast lítillega árið 2022 og mælast að meðaltali 2,3%,“ segir í spánni en með fyrirvara um að verðbólga sé mikilli óvissu háð. Sú óvissa er sögð aðallega bundin við gengi krónunnar. Forsenda spárinnar er að króna haldist nokkuð stöðug við núverandi gengi sem bankinn telur styðja við efnahagsbata. Vextir áfram í sögulegu lágmarki og íbúðaverð lækkar Íslandsbanki spáir því að frekari lækkun vaxta sé í kortunum og að langtímavextir verði í lágmarki á næstu misserum. Stýrivextir Seðlabankans hafi verið lækkaðir það sem af er þessu ári og hafa þeir aldrei verið lægri en nú, 1,75%. Í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir að stýrivextirnir verði komnir niður í 0,75% fyrir lok september. Þó að vextirnir hækki lítillega á næsta ári samfara batnandi efnahagshorfum verði þeir áfram sögulega lágir. Raunverð íbúða er talið munu lækka um 3,2% á þessu, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingunum. Verðið lækki áfram um 2,4% á næsta ári og haldist óbreytt árið 2022. Íslandsbanki gerir ráð fyrir 12% samdrætti í íbúðafjárfestingum á þessu ári og 5% á því næsta. Útlit sé fyrir samdrátt í nýbyggingum sömuleiðis. „Vegna versnandi efnahagshorfa þar sem atvinnuleysi hefur aukist töluvert, hægt hefur á kaupmætti launa og fólksfjölgun verið hægari teljum við að raunverð íbúða muni lækka,“ segir í spánni. Hagstæð fjármögnunarkjör verði það sem hjálpi helst eftirspurn en vextir á íbúðalánum hafa aldrei verið hagstæðari, að sögn bankans. Stýrivextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri en nú. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að vextirnir verði áfram sögulega lágir næstu tvö árin.Vísir/Vilhelm Lítils háttar viðskiptahalli á þessu ári Utanríkisviðskipti eru talin verða í þokkalegu jafnvægi þrátt fyrir ágjöf í útflutningi frá landinu. Íslandsbanki telur að þjónustuafgangur muni þurrkast meira eða minna út á þessu ári vegna mikils tekjufalls í ferðaþjónustu en á móti dragi töluvert úr viðskiptahalla vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í innflutningi neyslu- og fjárfestingavara. Spáin gerir ráð fyrir lítilsháttar viðskiptahalla á þessu ári, um 1,2% af vergri landsframleiðslu, eftir lengsta samfellda tímabil viðskiptaafgangs í lýðveldissögunni frá 2012 til 2019. Ástæðan er enn mikill samdráttur í ferðaþjónustu. Bankinn telur engu að síður útlitið ágætt fyrir viðskiptajöfnuð þegar fram í sækir. Útflutningur er talinn ná sér á strik aftur árið 2021 að því gefnu að ferðaþjónustuna nái aftur vopnum sínum eftir faraldurinn. Þrátt fyrir allt telur Íslandsbanki fjölmargar ástæður til bjartsýni á framtíðina. Stoðir hagkerfisins hafi verið sterkar fyrir skellinn af faraldrinum, erlend staða þjóðarbúsins sé góð, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styðji við krónuna og ríkið hafi svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Hagstjórnarviðbrögð stjórnvalda mildi höggið einnig talsvert. Þau hafi fram að þessu verið áþekk aðgerðum sem gripið hefur verið til í öðrum þróuðum ríkjum. Bankinn telur að færa megi rök fyrir því að íslensk stjórnvöld ættu að vera viljugri en yfirvöld víða annars staðar til að bæta enn í aðgerðirnar ef frekar syrtir í álinn. Opinberar skuldir hér séu hóflegar í alþjóðlegu samhengi. Þá sé hlutur ferðaþjónustu í útflutningstekjum og á vinnumarkaði með meira móti á Íslandi og því ríkari ástæða en ella til þess að gefa geiranum gaum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira