Í þætti kvöldsins af Sportið í kvöld fer Tryggvi Guðmundsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, yfir ferilinn með Ríkharð Óskari Guðnason, Rikka G.
Ferill Tryggva var skrautlegur svo ekki sé meira sagt enda líflegur karakter. Mun Tryggvi ræða sætustu og súrustu augnablikin ásamt því að fara yfir dekkri hliðar ferilsins.
131 mark í efstu deild. Rokkstjarna innan og utan vallar. TG9 velur úrvalslið leikmanna sem hann lék með á Íslandi ásamt því að ræða sætustu stundirnar á vellinum en einnig dökku hliðina utan vallar og líf hans síðustu ár. TG9 á Skírdag klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. #bestasætið pic.twitter.com/QdDaIzzWvg
— Rikki G (@RikkiGje) April 7, 2020
Alls skoraði Tryggvi 131 mark í efstu deild hér á landi fyrir ÍBV, FH og Fylki. Alls skoraði hann 180 mörk í 349 leikjum í meistaraflokki.
Atvinnumannaferillinn spannar 164 leiki í fjórum löndum. Hann skoraði 60 mörk í 142 leikjum fyrir norsku liðin Tromsø og Stabæk á árunum 1998-2003. Þaðan fór hann til Örgryte í Svíþjóð þar sem hann skoraði 24 mörk í 66 leikjum og að lokum árið 2005 fór hann á láni til enska liðsins Stoke City án þess þó að spila leik fyrir félagið.
Þá lék hann á sínum tíma 42 A-landsleiki og skoraði í þeim 12 mörk.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld, Skírdag.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.