Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 15:30 Håland fær hér aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum Dortmund sem taka enga áhættu og eru með grímur. Alexandre Simoes/Getty Images Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að kórónufaraldurinn skall á. Lokatölur 4-0 heimamönnum í Dortmund í vil. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund. Eftir frekar rólega byrjun var það að sjálfsögðu hinn ungi Erling Braut Håland sem braut ísinn fyrir heimamenn þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Raphael Guerreiro aukið forystu heimamanna og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum. Thorgan Hazard skoraði strax í upphafi síðari hálfleik og Guerreiro skoraði einkar snyrtilegt mark þegar rúmur klukkutími var liðinn. Leikmenn Dortmund fögnuðu mörkum sínum ekki eins og vani er en í stað faðmlaga þá fögnuðu menn með því að reka olnboga hvors annars saman. Celebrations in 2020. pic.twitter.com/F0nrltll6C— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 16, 2020 Lokatölur 4-0 en ungstirnið Jadon Sancho, sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United, byrjaði leikinn á varamannabekk Dortmund í dag. Dortmund er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, aðeins stigi á eftir Bayern Munich en síðarnefnda liðið á leik til góða. Íslendingalið Augsburg tapaði naumlega gegn Wolfsburg en gestirnir skoruðu í blálokin. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í liði Augsburg vegna meiðsla. Þá gerði Paderborn 07 maralaust jafntefli við Fortuna Düsseldorf á útivelli. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að kórónufaraldurinn skall á. Lokatölur 4-0 heimamönnum í Dortmund í vil. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund. Eftir frekar rólega byrjun var það að sjálfsögðu hinn ungi Erling Braut Håland sem braut ísinn fyrir heimamenn þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Raphael Guerreiro aukið forystu heimamanna og staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum. Thorgan Hazard skoraði strax í upphafi síðari hálfleik og Guerreiro skoraði einkar snyrtilegt mark þegar rúmur klukkutími var liðinn. Leikmenn Dortmund fögnuðu mörkum sínum ekki eins og vani er en í stað faðmlaga þá fögnuðu menn með því að reka olnboga hvors annars saman. Celebrations in 2020. pic.twitter.com/F0nrltll6C— Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 16, 2020 Lokatölur 4-0 en ungstirnið Jadon Sancho, sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United, byrjaði leikinn á varamannabekk Dortmund í dag. Dortmund er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, aðeins stigi á eftir Bayern Munich en síðarnefnda liðið á leik til góða. Íslendingalið Augsburg tapaði naumlega gegn Wolfsburg en gestirnir skoruðu í blálokin. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var ekki í liði Augsburg vegna meiðsla. Þá gerði Paderborn 07 maralaust jafntefli við Fortuna Düsseldorf á útivelli.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira