24 dagar í Pepsi Max: Meirihluti þjálfara deildarinnar hafa spilað fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:00 Rúnar Kristinsson náði aldrei að verða Íslandsmeistari sem leikmaður KR en hefur aftur á móti gert KR-liðið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira