Hilmar frískaði upp á eldhúsið fyrir sex þúsund krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 14:29 Hilmar hélt í sama litin en útkoman flott með nýrri málningu. Myndir/Gígja/Hilmar „Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“ Hús og heimili Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“
Hús og heimili Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira