Hallbera sló í gegn í eldhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 14:32 Vinkonurnar voru heldur betur sáttar. Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísladóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Eldað með Evu á miðvikudagskvöldið. Hallbera er þekkt fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum en ekki svo mikið inni í eldhúsinu. Eva kenndi henni að matreiða Tikka Masalakjúkling og Súkkulaðimús og að lokum bauð hún vinkonum sínum úr knattspyrnuheiminum í mat. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig hjá Hallberu sem lærði margt og mikið af Evu Laufey en vinkonur hennar höfðu ekki endilega mikla trú á henni fyrir verkefnið. Hér að neðan má sjá matarboð Hallberu. Hér að neðan má sjá uppskriftir þáttarins. Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: 1.Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita 2.Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. 3.Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200 g hakkaðir tómatar 3 msk sýrður rjómi 3 msk hrein jógúrt 1 dl rjómi Handfylli ferskur kóríander Aðferð: 1.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. 2.Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. 3.Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. 4.Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. 5.Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. 6.Smakkið ykkur til með salti og pipar. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti + meiri ef ykkur finnst deigið of blautt 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1.Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. 2.Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 3.Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. 4.Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 5.Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 6.Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 7.Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka Salt og pipar 2 msk smátt saxður kóríander Aðferð: 1.Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram Súkkulaðimús ·200 g súkkulaði ·2 eggjarauður ·500 ml rjómi ·1 msk sykur ·Fersk ber til skrauts. Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði 2. Þeytið rjóma og sykur saman. 3. Kælið súkkulaðið í smá stund, hrærið eggjarauðum saman við ef súkkulaðið er of þykkt þá bætið þið smá rjóma saman við til þess að þynna. 4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við rjómann í nokkrum skömmtum. 5. Kælið og berið fram með ferskum berjum. Eva Laufey Uppskriftir Kjúklingur Brauð Búðingur Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísladóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Eldað með Evu á miðvikudagskvöldið. Hallbera er þekkt fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum en ekki svo mikið inni í eldhúsinu. Eva kenndi henni að matreiða Tikka Masalakjúkling og Súkkulaðimús og að lokum bauð hún vinkonum sínum úr knattspyrnuheiminum í mat. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig hjá Hallberu sem lærði margt og mikið af Evu Laufey en vinkonur hennar höfðu ekki endilega mikla trú á henni fyrir verkefnið. Hér að neðan má sjá matarboð Hallberu. Hér að neðan má sjá uppskriftir þáttarins. Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: 1.Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita 2.Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. 3.Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200 g hakkaðir tómatar 3 msk sýrður rjómi 3 msk hrein jógúrt 1 dl rjómi Handfylli ferskur kóríander Aðferð: 1.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. 2.Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. 3.Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. 4.Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. 5.Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. 6.Smakkið ykkur til með salti og pipar. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti + meiri ef ykkur finnst deigið of blautt 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1.Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. 2.Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 3.Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. 4.Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 5.Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 6.Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 7.Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka Salt og pipar 2 msk smátt saxður kóríander Aðferð: 1.Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram Súkkulaðimús ·200 g súkkulaði ·2 eggjarauður ·500 ml rjómi ·1 msk sykur ·Fersk ber til skrauts. Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði 2. Þeytið rjóma og sykur saman. 3. Kælið súkkulaðið í smá stund, hrærið eggjarauðum saman við ef súkkulaðið er of þykkt þá bætið þið smá rjóma saman við til þess að þynna. 4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við rjómann í nokkrum skömmtum. 5. Kælið og berið fram með ferskum berjum.
Eva Laufey Uppskriftir Kjúklingur Brauð Búðingur Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira