Það er komið að úrslitastundu á HM í pílukasti en úrslitaeinvígið er venju samkvæmt spilað á fyrsta degi nýs árs.
Hollendingurinn Michael Van Gerwen freistar þess að verja titil sinn en hann mætir Skotanum litríka Peter Wright í úrslitum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir tveir mætast í úrslitaleiknum í Alexandra Palace því það gerðu þeir einnig árið 2014 þegar Van Gerwen vann mótið fyrst.
Þetta er annað árið í röð sem Van Gerwen er í úrslitum en í fyrra lagði hann Michael Smith að velli í úrslitaleiknum 7-3.
Það er þó ekki bara pílukast í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag því einnig verður fylgst grannt með gangi mála í ensku B-deildinni í fótbolta þar sem alls 10 leikir fara fram.
Þar á meðal er leikur tveggja bestu liða deildarinnar þar sem WBA fær Leeds í heimsókn í uppgjöri toppliðana í síðdegisleiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Í beinni í dag
12:40 Millwall - Luton (Stöð 2 Sport)
14:55 QPR - Cardiff City (Stöð 2 Sport)
17:10 West Brom - Leeds (Stöð 2 Sport 2)
19:00 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport)

