Rifjar upp björgunaraðgerðirnar á Haítí: „Maður grét þegar maður kom út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 14:31 Gísli Rafn var meðal þeirra sem fóru til Haítí sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. EPA/ORLANDO BARRIA „Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“ Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“
Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30