Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 18:00 Sancho sést hér fagna fyrra marki sínu í dag. Lars Baron/Getty Images Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45