Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni og réttindum launafólks og að stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með að svíkja gefin loforð.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Samkvæmt nýrri könnun ynni Guðni Th. Jóhannesson öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag. Rætt verður við frambjóðendur um niðurstöður könnunar Stöðvar 2 í beinni útsendingu.
Ríkið mun lána fyrstu kaupendum og tekjulágum fyrir allt að tuttugu prósent af kaupverði íbúða. Þetta felst í nýjum hlutdeildarlánum sem stjórnvöld kynntu í dag og fjallað verður um í kvöldfréttum.
Þá verður fjallað um opnun landamæra í Evrópu, rætt við umhverfisráðherra um Goðafoss sem var friðlýstur í dag og fyrirhuguð hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn, sem verða með óhefðbundnu sniði í ár.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.