Carlos Lehder laus úr fangelsi og kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 22:15 Pablo Escobar og Carlos Lehder. Vísir/Getty Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd. Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd.
Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira