Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 13:48 Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. Getty/Roman Baldandin Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39