Fámennt á umdeildum fjöldafundi Trump Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 08:52 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundinum í gær. Vísir/getty Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47