Ólafía og Axel Íslandsmeistarar í holukeppni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 16:19 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sköruðu fram úr á Jaðarsvelli á Akureyri. myndir/[email protected] Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag. Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag.
Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00
Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11