Kristín og Hilmar bætast í leikarahóp Þjóðleikhússins og leika í Upphafi Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2020 16:00 Kristín og Hilmar ganga til liðs við Þjóðleikhúsið. Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú bæði gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Þau mun leika saman í verkinu Upphaf sem María Reyndal leikstýrir og verður frumsýnt 11. september. Verkið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum og hlaut afar góðar viðtökur. Það gekk fyrir fullu húsi, var flutt yfir á West End og hefur síðan verið sviðsett víða um heim. Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú verið ráðin á fasta samninga hjá Þjóðleikhúsinu bæði hafa þau verið í fremsta flokki íslenskra leikara, hlotið Grímuverðlaun og aðrar viðurkenningar fyrir hlutverk sín og munu fara með hlutverk í verkinu Upphaf. María Reyndal leikstýrir en verkið er frumsýnt í Kassanum 4. september næstkomandi. Kristín Þóra og Hilmar bætast því í hóp þeirra fjölmörgu leikara og listrænu stjórnenda sem hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið á undanförnum vikum og mánuðum, en nú þegar hafa leikararnir og leikstjórarnir Þorleifur Arnarsson, Ólafur Egill og Unnur Ösp bæst í hópinn, auk þess sem lýsingahönnuðurinn Björn Bergsteinn, leikmyndahöfundurinn Ilmur Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir dramaturg hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Miklir reynsluboltar Kristín Þóra Haraldsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og síðan þá hefur hún tekið þátt í tugum leiksýninga ýmist hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna þættina Fanga, Brot og Stellu Blomkvist og kvikmyndirnar Andið eðlilega og Lof mér að falla. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd 6 sinnum til Grímunnar og 2 sinnum til Eddunnar. Kristín Þóra hlaut Stefaníustjakann frá minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014 og Grímuverðlaunin 2016 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins. Árið 2018 vann hún Edduna fyrir hlutverk sitt í Lof mér að falla. Auk þess hefur Kristín verið valin sem Shooting Star 2018 ásamt 10 öðrum efnilegum leikurum í Evrópu. Fyrir hlutverk sín í Andið Eðlilega og Lof mér að falla hefur hún fengið fjölda tilnefninga til Alþjóðlegra verðlauna. Hilmar Guðjónsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Eftir útskrift hafa hlutverkin verið ótalmörg. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk sitt í Rautt og nú í vor var hann tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Helgi Þór rofna. Meðal annarra verka sem hann hefur leikið í eru Fanný og Alexander, Ríkharður III, Mávurinn og Salka Valka. Þá hefur Hilmar farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg og fékk hann tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Í sjónvarpi hefur Hilmar tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmyndinni Fiskar á þurru landi og svo þáttaröðunum Fólkið í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blomkvist og Venjulegu fólki auk hlutverka í Áramótaskaupum, Jólastundinni okkar og Ævari Vísindamanni. Þá hefur Hilmar leikið í fjölda stuttmynda, nú síðast Ráðabruggi Regínu. Haustið 2011 var Hilmar valinn í hóp Shooting Stars, ungra og efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu. Menning Leikhús Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú bæði gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Þau mun leika saman í verkinu Upphaf sem María Reyndal leikstýrir og verður frumsýnt 11. september. Verkið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum og hlaut afar góðar viðtökur. Það gekk fyrir fullu húsi, var flutt yfir á West End og hefur síðan verið sviðsett víða um heim. Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú verið ráðin á fasta samninga hjá Þjóðleikhúsinu bæði hafa þau verið í fremsta flokki íslenskra leikara, hlotið Grímuverðlaun og aðrar viðurkenningar fyrir hlutverk sín og munu fara með hlutverk í verkinu Upphaf. María Reyndal leikstýrir en verkið er frumsýnt í Kassanum 4. september næstkomandi. Kristín Þóra og Hilmar bætast því í hóp þeirra fjölmörgu leikara og listrænu stjórnenda sem hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið á undanförnum vikum og mánuðum, en nú þegar hafa leikararnir og leikstjórarnir Þorleifur Arnarsson, Ólafur Egill og Unnur Ösp bæst í hópinn, auk þess sem lýsingahönnuðurinn Björn Bergsteinn, leikmyndahöfundurinn Ilmur Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir dramaturg hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Miklir reynsluboltar Kristín Þóra Haraldsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og síðan þá hefur hún tekið þátt í tugum leiksýninga ýmist hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna þættina Fanga, Brot og Stellu Blomkvist og kvikmyndirnar Andið eðlilega og Lof mér að falla. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd 6 sinnum til Grímunnar og 2 sinnum til Eddunnar. Kristín Þóra hlaut Stefaníustjakann frá minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014 og Grímuverðlaunin 2016 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins. Árið 2018 vann hún Edduna fyrir hlutverk sitt í Lof mér að falla. Auk þess hefur Kristín verið valin sem Shooting Star 2018 ásamt 10 öðrum efnilegum leikurum í Evrópu. Fyrir hlutverk sín í Andið Eðlilega og Lof mér að falla hefur hún fengið fjölda tilnefninga til Alþjóðlegra verðlauna. Hilmar Guðjónsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Eftir útskrift hafa hlutverkin verið ótalmörg. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk sitt í Rautt og nú í vor var hann tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Helgi Þór rofna. Meðal annarra verka sem hann hefur leikið í eru Fanný og Alexander, Ríkharður III, Mávurinn og Salka Valka. Þá hefur Hilmar farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg og fékk hann tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Í sjónvarpi hefur Hilmar tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmyndinni Fiskar á þurru landi og svo þáttaröðunum Fólkið í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blomkvist og Venjulegu fólki auk hlutverka í Áramótaskaupum, Jólastundinni okkar og Ævari Vísindamanni. Þá hefur Hilmar leikið í fjölda stuttmynda, nú síðast Ráðabruggi Regínu. Haustið 2011 var Hilmar valinn í hóp Shooting Stars, ungra og efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu.
Menning Leikhús Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira