Ungstirni verðandi Englandsmeistara Liverpool segir Beckham þann besta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:30 Spyrnutækni Trent Alexander-Arnold hefur verið líkt við spyrnutækni hins magnaða David Beckham. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður verðandi Englandsmeistara Liverpool, skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri á Crystal Palace í gær. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú aðeins einum leik – fari það svo að Manchester City vinni ekki Chelsea á Brúnni í kvöld – frá fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í 30 ár eða frá 1990. Spyrnutækni hins unga Alexander-Arnold þykir minna á spyrnutækni David Beckham sem gerði garðinn frægan með Manchester United, Real Madrid og LA Galaxy á árum áður. Í dag er Beckham einn af eigendum Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eftir leik gærdagsins ræddi Trent við Sky Sports í dag. Aðspurður hvort hann hefði getað hitt boltann betur í markinu var svarið frekar einfalt. „Ég held ekki,“ svaraði bakvörðurinn um hæl. Í kjölfarið var honum sagt að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports, hefði líkt tækninni við þá hjá Beckham. Var leikmaðurinn svo spurður hversu mikið hrós það væri. „Það er augljóslega mikið hrós enda er hann líklega sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn mikil vinna til að komast á sama stall og Beckham,“ sagði auðmjúkur Trent einnig en viðtalið má sjá hér að neðan. "He's the best free-kick taker in Premier League history." Trent Alexander-Arnold reacts to comparisons to David Beckham from @Carra23 after his wonder strike against #CPFC. pic.twitter.com/kNmxcLef8Y— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 24, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður verðandi Englandsmeistara Liverpool, skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri á Crystal Palace í gær. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú aðeins einum leik – fari það svo að Manchester City vinni ekki Chelsea á Brúnni í kvöld – frá fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í 30 ár eða frá 1990. Spyrnutækni hins unga Alexander-Arnold þykir minna á spyrnutækni David Beckham sem gerði garðinn frægan með Manchester United, Real Madrid og LA Galaxy á árum áður. Í dag er Beckham einn af eigendum Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eftir leik gærdagsins ræddi Trent við Sky Sports í dag. Aðspurður hvort hann hefði getað hitt boltann betur í markinu var svarið frekar einfalt. „Ég held ekki,“ svaraði bakvörðurinn um hæl. Í kjölfarið var honum sagt að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports, hefði líkt tækninni við þá hjá Beckham. Var leikmaðurinn svo spurður hversu mikið hrós það væri. „Það er augljóslega mikið hrós enda er hann líklega sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn mikil vinna til að komast á sama stall og Beckham,“ sagði auðmjúkur Trent einnig en viðtalið má sjá hér að neðan. "He's the best free-kick taker in Premier League history." Trent Alexander-Arnold reacts to comparisons to David Beckham from @Carra23 after his wonder strike against #CPFC. pic.twitter.com/kNmxcLef8Y— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 24, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira