Klopp segir Liverpool ekki þurfa né vilja eyða mörgum milljónum í leikmenn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 10:00 Klopp mætir á æfingasvæði Liverpool skömmu eftir að félagið varð enskur meistari. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið geti ekki eytt tugum milljóna í nýja leikmenn í sumar og segir enn fremur að hann þurfi þess ekki. Liverpol varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í vikunni en kórónuveirufaraldurinn mun væntanlega hafa mikil áhrif á félagaskiptamarkaðinn í sumar. Xherdan Shaqiri og Adam Lallana eru að öllum líkindum á leið burt frá félaginu í sumar en Klopp segir að hann hafi nóg af mönnum til þess að spila. „COVID mun hafa áhrif á báðar hliðar; á þá sem koma og fara, og það er eðlilegt. Það er ekki líklegt að félagaskiptamarkaðurinn verði mjög öflugur í sumar,“ sagði Klopp. „Mögulegar síðar á þessu ári, ef markaðurinn er enn opinn, þá vitum við meira en líttu á hópinn. Þetta er ekki hópur sem þú segir: Við þurfum leikmann í þessa stöðu og þessa stöðu. Við erum ekki með byrjunarlið heldur eigum sextán til sautján leikmenn sem geta allir spilað á sama stigi.“ "We try to find solutions internally and there is still a lot to come: we have three or four players who can make big steps"— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Við getum ekki eytt milljónum og milljónum því við viljum það eða höldum að það sé gott. Við höfum aldrei viljað það. Við viljum styrkja liðið og þetta lið er sterkt. Vandamálið við sterkt lið er hvernig þú bætir það á markaðnum?“ „Það tengist peningum, augljóslega, en þetta snýst ekki bara um peninga. Þú verður að vera hugmyndaríkur og finna lausnir innan liðsins. Það eru margir á leiðinni og þrír eða fjórir leikmenn gætu tekið stórt skref.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið geti ekki eytt tugum milljóna í nýja leikmenn í sumar og segir enn fremur að hann þurfi þess ekki. Liverpol varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í vikunni en kórónuveirufaraldurinn mun væntanlega hafa mikil áhrif á félagaskiptamarkaðinn í sumar. Xherdan Shaqiri og Adam Lallana eru að öllum líkindum á leið burt frá félaginu í sumar en Klopp segir að hann hafi nóg af mönnum til þess að spila. „COVID mun hafa áhrif á báðar hliðar; á þá sem koma og fara, og það er eðlilegt. Það er ekki líklegt að félagaskiptamarkaðurinn verði mjög öflugur í sumar,“ sagði Klopp. „Mögulegar síðar á þessu ári, ef markaðurinn er enn opinn, þá vitum við meira en líttu á hópinn. Þetta er ekki hópur sem þú segir: Við þurfum leikmann í þessa stöðu og þessa stöðu. Við erum ekki með byrjunarlið heldur eigum sextán til sautján leikmenn sem geta allir spilað á sama stigi.“ "We try to find solutions internally and there is still a lot to come: we have three or four players who can make big steps"— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Við getum ekki eytt milljónum og milljónum því við viljum það eða höldum að það sé gott. Við höfum aldrei viljað það. Við viljum styrkja liðið og þetta lið er sterkt. Vandamálið við sterkt lið er hvernig þú bætir það á markaðnum?“ „Það tengist peningum, augljóslega, en þetta snýst ekki bara um peninga. Þú verður að vera hugmyndaríkur og finna lausnir innan liðsins. Það eru margir á leiðinni og þrír eða fjórir leikmenn gætu tekið stórt skref.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira