Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 13:01 Höfundar kínversku rannsóknarinnar leggja til að tafarlaust verði tekin upp eftirlit með útbreiðslu flensuveirunnar í svínum og starfsmönnum svínabúa. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier. Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier.
Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira