Ekkert vandamál að ná í ferðamennina sem eru með veiruna Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 14:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40