Hefna Blikar eina tapsins síns í næstum því tvö ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 13:58 Fylkiskonur hafa ekki enn tapað leik á árinu 2020. vísir/daníel Sex leikir fara fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Leikur Fylkis og Breiðabliks, sem hefst klukkan 20:00, verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þessi lið mættust einnig í Árbænum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Fylkiskonur unnu þá 1-0 sigur. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir hálfleik. Fylkir var eina íslenska liðið sem vann Blika á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að hafa ekki orðið Íslandsmeistari tapaði Breiðablik ekki leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðið vann fimmtán af átján leikjum sínum og gerði þrjú jafntefli. Valur gerði enn betur, vann sextán leiki og gerði tvö jafntefli, og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. Bæði Breiðablik og Fylkir eru nýkomin úr sóttkví og þar leiðandi nýbyrjuð að æfa aftur. Bæði lið spiluðu síðast þriðjudaginn 23. júní. Breiðablik og Fylkir eru bæði ósigruð í Pepsi Max-deildinni í sumar. Blikar hafa unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 11-0. Fylkiskonur hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að bikarmeistarar Selfoss sækja Stjörnuna heim. Þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku unnu Selfyssingar 1-4 sigur. Íslandsmeistarar Vals fá ÍBV í heimsókn klukkan 18:00. Valskonur unnu 1-3 sigur á Eyjakonum á Hásteinsvelli í síðustu viku. Þá mætast Þróttur og FH, nýliðarnir í Pepsi Max-deildinni, í annað sinn á fimm dögum. Á mánudaginn unnu Þróttarar 1-2 sigur á FH-ingum í Kaplakrika. Sextán liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur leikjum. Þór/KA fær Keflavík, topplið Lengjudeildarinnar, í heimsókn í beinni á Stöð 2 Sport og ÍA og Augnablik eigast við á Akranesi. Eftir leik Þórs/KA og Keflavíkur, klukkan 18:00, verður dregið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi. 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna Föstudagur 10. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Þróttur - FH Kl. 19:15 Stjarnan - Selfoss Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 20:15 Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Laugardagur 11. júlí Kl. 16:00 Þór/KA - Keflavík (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 16:15 ÍA - Augnablik Mjólkurbikarinn Fylkir Breiðablik Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Sex leikir fara fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Leikur Fylkis og Breiðabliks, sem hefst klukkan 20:00, verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þessi lið mættust einnig í Árbænum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Fylkiskonur unnu þá 1-0 sigur. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir hálfleik. Fylkir var eina íslenska liðið sem vann Blika á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að hafa ekki orðið Íslandsmeistari tapaði Breiðablik ekki leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðið vann fimmtán af átján leikjum sínum og gerði þrjú jafntefli. Valur gerði enn betur, vann sextán leiki og gerði tvö jafntefli, og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. Bæði Breiðablik og Fylkir eru nýkomin úr sóttkví og þar leiðandi nýbyrjuð að æfa aftur. Bæði lið spiluðu síðast þriðjudaginn 23. júní. Breiðablik og Fylkir eru bæði ósigruð í Pepsi Max-deildinni í sumar. Blikar hafa unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 11-0. Fylkiskonur hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að bikarmeistarar Selfoss sækja Stjörnuna heim. Þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku unnu Selfyssingar 1-4 sigur. Íslandsmeistarar Vals fá ÍBV í heimsókn klukkan 18:00. Valskonur unnu 1-3 sigur á Eyjakonum á Hásteinsvelli í síðustu viku. Þá mætast Þróttur og FH, nýliðarnir í Pepsi Max-deildinni, í annað sinn á fimm dögum. Á mánudaginn unnu Þróttarar 1-2 sigur á FH-ingum í Kaplakrika. Sextán liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur leikjum. Þór/KA fær Keflavík, topplið Lengjudeildarinnar, í heimsókn í beinni á Stöð 2 Sport og ÍA og Augnablik eigast við á Akranesi. Eftir leik Þórs/KA og Keflavíkur, klukkan 18:00, verður dregið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi. 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna Föstudagur 10. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Þróttur - FH Kl. 19:15 Stjarnan - Selfoss Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 20:15 Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Laugardagur 11. júlí Kl. 16:00 Þór/KA - Keflavík (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 16:15 ÍA - Augnablik
Föstudagur 10. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Þróttur - FH Kl. 19:15 Stjarnan - Selfoss Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 20:15 Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Laugardagur 11. júlí Kl. 16:00 Þór/KA - Keflavík (beint á Stöð 2 Sport) Kl. 16:15 ÍA - Augnablik
Mjólkurbikarinn Fylkir Breiðablik Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira