Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 22:22 Lögin myndu setja setja samfélagsmiðlum verulegar skorður, yrði frumvarp til þeirra samþykkt. Muhammed Selim Korkutata/Getty Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn. Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn.
Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira