Brynjar Björn: Dómararnir eiga ekki að vera til umræðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 21:09 HK - Breiðablik. Pepsi deild karla, sumarið 2019. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Ég er bara svekktur með mörkin sem við fengum á okkur, upp úr hverju þau komu. Fylkir átti tvær sóknir í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk sem er ekki nógu gott,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir Fylki í Árbænum, 3-2, í kvöld. „Við brugðumst ágætlega við og settum þrýsting á þá, áttum skot í slá og gerðum tilkall til vítaspyrnu í eitt til tvö skipti en ég átti erfitt með að sjá það. Við áttum kannski engin dauðafæri en ágætis möguleika.“ Brynjar Björn virkaði mjög ósáttur við dómgæsluna á Würth-vellinum í kvöld. Hann vildi þó ekkert tjá sig um hana eftir leik. „Ég nenni ekki að tala um dómarana. Þeir eiga ekki að vera til umræðu og eru bara ekki hluti af jöfnunni í okkar leik,“ sagði Brynjar Björn. Eftir að hafa haldið hreinu gegn Breiðabliki bilaði vörn HK aftur í leiknum í kvöld. HK-ingar hafa haldið hreinu gegn KR-ingum og Blikum í sumar en fengið á sig 22 mörk í hinum sjö deildarleikjunum. „Við verðum að klára þessar stöður. Við vorum með fulla einbeitingu á móti KR og Breiðabliki en svo slökknar á okkur. Við gleymum okkur, horfum á boltann og sjáum ekki hlaup í kringum okkur,“ sagði Brynjar Björn. HK-ingar virkuðu mjög opnir til baka þegar þeir töpuðu boltanum í leiknum í kvöld. Og upp úr því fengu Fylkismenn sín bestu færi. „Við virðumst vera opnir til baka. Engu að síður erum við komnir til baka nokkuð margir en vorum ekki nógu góðir í þessari einn á móti einum stöðu,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - HK 3-2 | Fylkismenn aftur á sigurbraut Fylkir var 1-2 undir í hálfleik gegn HK en sneri dæminu sér í vil í upphafi seinni hálfleiks og náði í þrjú stig. Lokatölur 3-2, Árbæingum í vil. 27. júlí 2020 20:36 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
„Ég er bara svekktur með mörkin sem við fengum á okkur, upp úr hverju þau komu. Fylkir átti tvær sóknir í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk sem er ekki nógu gott,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir Fylki í Árbænum, 3-2, í kvöld. „Við brugðumst ágætlega við og settum þrýsting á þá, áttum skot í slá og gerðum tilkall til vítaspyrnu í eitt til tvö skipti en ég átti erfitt með að sjá það. Við áttum kannski engin dauðafæri en ágætis möguleika.“ Brynjar Björn virkaði mjög ósáttur við dómgæsluna á Würth-vellinum í kvöld. Hann vildi þó ekkert tjá sig um hana eftir leik. „Ég nenni ekki að tala um dómarana. Þeir eiga ekki að vera til umræðu og eru bara ekki hluti af jöfnunni í okkar leik,“ sagði Brynjar Björn. Eftir að hafa haldið hreinu gegn Breiðabliki bilaði vörn HK aftur í leiknum í kvöld. HK-ingar hafa haldið hreinu gegn KR-ingum og Blikum í sumar en fengið á sig 22 mörk í hinum sjö deildarleikjunum. „Við verðum að klára þessar stöður. Við vorum með fulla einbeitingu á móti KR og Breiðabliki en svo slökknar á okkur. Við gleymum okkur, horfum á boltann og sjáum ekki hlaup í kringum okkur,“ sagði Brynjar Björn. HK-ingar virkuðu mjög opnir til baka þegar þeir töpuðu boltanum í leiknum í kvöld. Og upp úr því fengu Fylkismenn sín bestu færi. „Við virðumst vera opnir til baka. Engu að síður erum við komnir til baka nokkuð margir en vorum ekki nógu góðir í þessari einn á móti einum stöðu,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - HK 3-2 | Fylkismenn aftur á sigurbraut Fylkir var 1-2 undir í hálfleik gegn HK en sneri dæminu sér í vil í upphafi seinni hálfleiks og náði í þrjú stig. Lokatölur 3-2, Árbæingum í vil. 27. júlí 2020 20:36 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - HK 3-2 | Fylkismenn aftur á sigurbraut Fylkir var 1-2 undir í hálfleik gegn HK en sneri dæminu sér í vil í upphafi seinni hálfleiks og náði í þrjú stig. Lokatölur 3-2, Árbæingum í vil. 27. júlí 2020 20:36