Þingmaður Íhaldsflokksins handtekinn fyrir nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 23:08 Westminster-höll í London er samkomustaður breska þingsins. ANDY RAIN/EPA Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn fyrir nauðgun. Þetta kemur fram á vef Sunday Times Ekki er tekið fram um hvaða þingmann ræðir. Sunday Times segir þingmanninn þá vera fyrrverandi ráðherra. Rétt er að taka fram að í þessari frétt er fjallað um gróft kynferðislegt ofbeldi. Lögreglan á Stór-Lundúnarsvæðinu segir handtökuna tengjast fjórum nauðgunarkærum frá einni og sömu konunni. Sunday Times segir konuna vera fyrrverandi starfsmann þingsins. Þá segir að nauðganirnar eigi að hafa átt sér stað milli júlí 2019 og janúar 2020. Þingmanninnum, sem lögreglan segir í tilkynningu að sé karlmaður á sextugsaldri, hefur verið sleppt gegn tryggingu fram að miðjum ágúst. Lögreglan hefur málið nú til rannsóknar. Í frétt Sunday Times kemur fram að konan sem kærði þingmanninn til lögreglu sé á þrítugsaldri. Hún segir manninn hafa ráðist á sig og neytt til kynferðislegra athafna. Konan hafi í kjölfarið þurft að leita á sjúkrahús. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Íhaldsflokksins að málið sé litið alvarlegum augum. Málið sé nú í höndum lögreglu og því þyki talsmanninum ekki viðeigandi að tjá sig frekar um málið. Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn fyrir nauðgun. Þetta kemur fram á vef Sunday Times Ekki er tekið fram um hvaða þingmann ræðir. Sunday Times segir þingmanninn þá vera fyrrverandi ráðherra. Rétt er að taka fram að í þessari frétt er fjallað um gróft kynferðislegt ofbeldi. Lögreglan á Stór-Lundúnarsvæðinu segir handtökuna tengjast fjórum nauðgunarkærum frá einni og sömu konunni. Sunday Times segir konuna vera fyrrverandi starfsmann þingsins. Þá segir að nauðganirnar eigi að hafa átt sér stað milli júlí 2019 og janúar 2020. Þingmanninnum, sem lögreglan segir í tilkynningu að sé karlmaður á sextugsaldri, hefur verið sleppt gegn tryggingu fram að miðjum ágúst. Lögreglan hefur málið nú til rannsóknar. Í frétt Sunday Times kemur fram að konan sem kærði þingmanninn til lögreglu sé á þrítugsaldri. Hún segir manninn hafa ráðist á sig og neytt til kynferðislegra athafna. Konan hafi í kjölfarið þurft að leita á sjúkrahús. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Íhaldsflokksins að málið sé litið alvarlegum augum. Málið sé nú í höndum lögreglu og því þyki talsmanninum ekki viðeigandi að tjá sig frekar um málið.
Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira