Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast.
Sjúkrahús er sögð yfirfull í Beirút eftir að gríðarleg sprenging á hafnarsvæðinu skók borgina. Hún olli gríðarlegri eyðileggingu og er talið að fjöldi manna gæti verið grafinn í rústum. Ekki liggur enn fyrir hvað olli sprengingunni en vangaveltur eru um að eldur hafi komist í natríumnítrat, afar sprengifimt efni sem var í geymslu á höfninni.
Í tísti í kvöld sagði Katrín forsætisráðherra fréttirnar frá Beirút sláandi. Íslenska þjóðin finni til með fjölskyldum sem hafa misst ástvini og þeim þúsundum sem eru slösuð.
„Hugsanir okkar eru með líbönsku þjóðinni á þessari stundu,“ tísti Katrín.
Devastating news from #Beirut, Lebanon. The people of Iceland feel for the families that have lost loved ones and the thousands injured. Our thoughts are with the Lebanese people at this time.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) August 4, 2020
Guðlaugur Þór sagðist í tísti harmi sleginn yfir atburðunum og bauð fram aðstoð Íslands við björgunaraðgerðir.
Deeply saddened by the casualties and destruction caused by the #BeirutExplosions. The footage from #Beirut is truly shocking. #Iceland is ready to provide support to the emergency response. My thoughts are with those suffering.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) August 4, 2020