LeBron tók mynd af Björgvini og Kobe á Ólympíuleikunum í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 11:06 Björgvin Páll sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. getty/Cameron Spencer Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012. Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012.
Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29