Öll mörk kvöldsins úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar má sjá hér að ofan.
Mesta spenna kvöldsins var í leik Wolves og Olympiacos þar sem markahrókurinn Raul Jimenez skaut Úlfunum áfram með sínu 10. marki í Evrópudeildinni á tímabilinu. Tímabil Wolves er heldur lengra en annarra liða þar sem þeir mættu í undankeppni Evrópudeildarinnar í júlí á síðasta ári.
Sevilla lagði Roma 2-0 í eina leik liðanna í 16-liða úrslitum þar sem það þurfti að fresta fyrri leik liðanna vegna kórónufaraldursins. Var honum á endanum aflýst og leikur kvöldsins skar því um hvort liðið kæmist áfram.
Mun það fyrirkomulag vera á þeim leikjum sem eru eftir í keppninni.
Þá fóru Bayer Leverkusen [Þýskaland] og Basel [Sviss] einnig áfram.
Your #UEL quarter-finalists!
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) August 6, 2020
Pick the 2020 champion...