Landsmenn mega búast við hægri suðvestanátt og skýjuðu veðri í dag þar sem verður úrkomulítið og milt í veðri.
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að helst séu líkur á sólskini á Austurlandi seinni partinn, þar sem hiti geti náð 18 stigum.
„Lægð nálgast landið að sunnan í kvöld og vex þá vindur úr suðaustri og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Gengur á með suðaustankalda á morgun og rignir í flestum landshlutum, síst þó á Norðausturlandi. Ágætishiti fyrir norðan, en fremur svalt syðra. Rignir áfram á Suðausturlandi á mánudag, en dregur annars heldur úr vætunni.
Ferðamenn á hálendinu þurfa að hafa í huga að í rigningu og hlýindum verða ár vatnsmiklar vöð geta því orðið varasöm eða illfær.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Sunnan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Víða rigning og hiti 10 til 15 stig, en úrkomulítið á NA-verðu landinu með hiti að 17 stigum.
Á mánudag og þriðjudag: Sunnan átt, víða 5-10 m/s, rigning með köfum og hiti 10 til 15 stig, en bjartviðri NA til með hita kringum 20 stig.
Á miðvikudag: Fremur hæg vestlæg átt, víða smá skúrir og fremur hlýtt, en bjart með köflum A-lands.
Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með vætu víða á landinu, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Áframhaldandi hlýindi.