Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2020 23:32 Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Minsk síðustu daga. EPA Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands. Hvíta-Rússland Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands.
Hvíta-Rússland Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira