Úrvalsdeildarlið vildu Björn en hann valdi Lilleström Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:45 Björn Bergmann Sigurðarson er orðinn leikmaður Lilleström á nýjan leik. mynd/lsk.no Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“ Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var 17 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst undir samning við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Nú snýr hann aftur til félagsins, 29 ára gamall. Björn hefur skrifað undir samning við Lilleström sem gildir til loka þessa árs. Hann mun því leika með liðinu í næstefstu deild Noregs eftir að hafa spilað með því í úrvalsdeildinni árin 2009-2012, en Lilleström féll með óhemju naumum hætti niður um deild í fyrra. Velkommen tilbake, Björn Bergmann Sigurdarson! https://t.co/uIcisNikTn pic.twitter.com/CmLJQb6EfV— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 14, 2020 Samkvæmt heimasíðu Lilleström var hópur félaga úr norsku úrvalsdeildinni og víðar í Evrópu á eftir Birni en hann vildi snúa aftur til félagsins sem hann þekkir svo vel. Björn hefur verið á mála hjá Rostov í Rússlandi frá árinu 2018, sama ári og hann lék með Íslandi á HM, en hann var að láni hjá APOEL í Kýpur framan af þessu ári. Hann hefur einnig leikið með Molde, FC Köbenhavn og Wolves á sínum ferli, eftir að hafa byrjað hjá ÍA. „Það voru nokkuð mörg félög sem höfðu samband en ég var búinn að ákveða að koma hingað. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er í efstu eða næstefstu deild. Það sem skiptir máli fyrir mig er Lilleström. Hér vil ég vera,“ sagði Björn við heimasíðu Lilleström. Björn verður því liðsfélagi annars Skagamanns, Arnórs Smárasonar: „Það verður mjög gaman. Ég þekki jú Arnór vel. Við ólumst upp á Akranesi og höfum spilað samna í landsliðinu. Ég er búinn að æfa með ÍA í tvær vikur núna og finnst ég vera í fínu formi. Vonand get ég hjálpað liðinu sem mest.“
Norski boltinn Rússneski boltinn Tengdar fréttir Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Sjá meira
Björn gæti farið í næstefstu deild Noregs Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Lilleström í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2009-2012. 12. ágúst 2020 14:30