Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2020 11:30 Íslendingar standa þétt við bakið á Vestfirðingum. Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón varð á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Unglingsstúlku var bjargað úr flóði á Flateyri en hún slapp án alvarlegra meiðsla eftir að hluti annars snjóflóðsins féll á heimili hennar. Var hún flutt á Ísafjörð með varðskipinu Þór, ásamt aðstandendum. Er líðan hennar eftir atvikum talin góð. Íbúar brugðust hratt við en glögglega mátti heyra í samtölum fréttamanna fréttastofunnar við íbúa bæjarins skömmu eftir að snjóflóðin féllu að íbúum var mjög brugðið. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á bæinn þann 26. október 1995 og líklegt er að snjóflóðin tvö í gærkvöldi hafi ýft upp gömul sár. Það má með sanni segja að þjóðin hafi tekið fréttum gærkvöldsins inn á sig og má sjá á samfélagsmiðlum að Íslendingar standa þétt við bakið á Vestfirðingum. María Rut Kristinsdóttir er aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en hún er sjálf frá Flateyri og tók fréttunum eðlilega ekki vel. „Sit dofin í fjarlægðinni og refresha alla fréttamiðla, þakklát fyrir að ekki fór verr en á sama tíma hrædd um fólkið mitt og þorpið mitt,“ skrifar María á Facebook. Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður, er einnig frá Flateyri. „Lífsbjörg varð á Flateyri í nótt og þá verður einhvern veginn allt viðráðanlegra. Tjónið er engu að síður svakalegt. Ljóst að Flateyringar, og nærsveitungar sem aðstoð gátu veitt, hafa þurft að standa í ströngu en sem einn unnið mikið þrekvirki og björgunarafrek. Við höfum mikið að þakka,“ skrifar Teitur á Facebook. Fleiri frá Flateyri tjá sig um málið. „Fyrir okkur sem upplifðum þessa atburði fyrir 25 árum síðan er þetta eins og einhver hafi ákveðið að grípa í þig og kasta þér að öllu afli aftur til ársins 1995. Þessi tilfining er svo vond og sár að ég held að það sé mjög erfitt fyrir þá sem upplfiðu þetta ekki af eigin skinni að skilja hvernig okkur Vestfirðingum líður á svona stundu,“ skrifar Auðunn Gunnar Eiríksson. Og fleiri Íslendingar standa þétt við bakið á fólkinu fyrir vestan. Mín sterkasta æskuminning: ég er 5 ára og geng um Flateyri vorið eftir flóðið ‘95. Sumar tilfinningar lifa með manni alla tíð. Þá og nú minnti náttúran á smæð okkar. Hjartað er því fyrir vestan í dag; hjá fólkinu mínu á Súganda og Flateyringum. Farið vel með ykkur— Una Stef (@unastef) January 15, 2020 Hugur minn er hjá Flateyri og Suðureyri Glöð að allir eru óhultir.https://t.co/750FndBuKm— Birta Guðmundsdóttir (@BirtaGudmundss) January 15, 2020 My thoughts are with the people of Flateyri and Suðureyri. Especially those who experienced the deadly avalanches in 1995 https://t.co/UXFkDkvSl3— Inga Rós (@Inga_Ros) January 15, 2020 Bjóst ekki við því að það að lesa fréttir af snjóflóðum í nótt myndi vekja upp stóra magahnúta. Ég bjó aldrei inná Flateyri og ég var bara 6 ára. En allir úr Önundarfirði skilja snjóflóðahættur. Ég get rétt ímyndað mér hvað Flateyringar eru að ganga í gegnum núna. 1/4— Alma (@Melsted) January 15, 2020 Úff úff erfiðar fréttir frá Flateyri í nótt. Líka erfitt að átta sig á því að vonda tilfinningin sem ég fékk í magann frá tunglinu í gærkvöldi reyndist vera rétt. Hljómar asnalega, ég veit en stundum fæ ég bara einhverja svona tilfinningu— Stuðný (@gudnyrp) January 15, 2020 Hugur Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra er einnig fyrir vestan en hún ritar: „Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.“ Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Gísli Ólafsson greinir ítarlega frá stöðunni fyrir vestan á Twitter. Three big #avalanches hit two towns in NW #Iceland causing damages. 1 teenager buried for 30 min but saved with minor injuries. Rescue teams from @Landsbjorg and psycho-social support teams from @raudikrossinn deployed. People in #Flateyri and #Sudureyri told to stay indoors. pic.twitter.com/ckKDmeK4QD— Gisli Olafsson (@gislio) January 15, 2020 ákveðin geðshræring í gangi en ég er örugg heima á Flateyri og allir heilir á húfi! höldum okkur inni og pössum upp á hvort annað pic.twitter.com/odQlgQTbHM— margrét lóa (@maggalolo) January 15, 2020 Hlusta á Bubba og bíð eftir frekari fregnum af snjóflóðinu á Flateyri. Verður ekki Önfyrskara.— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) January 15, 2020 snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri— Heiðdís (@BirtaHei) January 15, 2020 Ef þið hittið Önfirðing sem upplifði stóra snjóflóðið 1995 á næstu dögum gefið viðkomandi risa knús, það er pottþétt rosaleg triggerandi að lenda í þessu flóði sem var að dynja á Flateyri í kvöld— Sigrun Skaftadottir (@sigrunskafta) January 15, 2020 Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Vegfarendur virði lokanir á Vestfjörðum Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. 15. janúar 2020 06:49 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón varð á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Unglingsstúlku var bjargað úr flóði á Flateyri en hún slapp án alvarlegra meiðsla eftir að hluti annars snjóflóðsins féll á heimili hennar. Var hún flutt á Ísafjörð með varðskipinu Þór, ásamt aðstandendum. Er líðan hennar eftir atvikum talin góð. Íbúar brugðust hratt við en glögglega mátti heyra í samtölum fréttamanna fréttastofunnar við íbúa bæjarins skömmu eftir að snjóflóðin féllu að íbúum var mjög brugðið. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á bæinn þann 26. október 1995 og líklegt er að snjóflóðin tvö í gærkvöldi hafi ýft upp gömul sár. Það má með sanni segja að þjóðin hafi tekið fréttum gærkvöldsins inn á sig og má sjá á samfélagsmiðlum að Íslendingar standa þétt við bakið á Vestfirðingum. María Rut Kristinsdóttir er aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en hún er sjálf frá Flateyri og tók fréttunum eðlilega ekki vel. „Sit dofin í fjarlægðinni og refresha alla fréttamiðla, þakklát fyrir að ekki fór verr en á sama tíma hrædd um fólkið mitt og þorpið mitt,“ skrifar María á Facebook. Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður, er einnig frá Flateyri. „Lífsbjörg varð á Flateyri í nótt og þá verður einhvern veginn allt viðráðanlegra. Tjónið er engu að síður svakalegt. Ljóst að Flateyringar, og nærsveitungar sem aðstoð gátu veitt, hafa þurft að standa í ströngu en sem einn unnið mikið þrekvirki og björgunarafrek. Við höfum mikið að þakka,“ skrifar Teitur á Facebook. Fleiri frá Flateyri tjá sig um málið. „Fyrir okkur sem upplifðum þessa atburði fyrir 25 árum síðan er þetta eins og einhver hafi ákveðið að grípa í þig og kasta þér að öllu afli aftur til ársins 1995. Þessi tilfining er svo vond og sár að ég held að það sé mjög erfitt fyrir þá sem upplfiðu þetta ekki af eigin skinni að skilja hvernig okkur Vestfirðingum líður á svona stundu,“ skrifar Auðunn Gunnar Eiríksson. Og fleiri Íslendingar standa þétt við bakið á fólkinu fyrir vestan. Mín sterkasta æskuminning: ég er 5 ára og geng um Flateyri vorið eftir flóðið ‘95. Sumar tilfinningar lifa með manni alla tíð. Þá og nú minnti náttúran á smæð okkar. Hjartað er því fyrir vestan í dag; hjá fólkinu mínu á Súganda og Flateyringum. Farið vel með ykkur— Una Stef (@unastef) January 15, 2020 Hugur minn er hjá Flateyri og Suðureyri Glöð að allir eru óhultir.https://t.co/750FndBuKm— Birta Guðmundsdóttir (@BirtaGudmundss) January 15, 2020 My thoughts are with the people of Flateyri and Suðureyri. Especially those who experienced the deadly avalanches in 1995 https://t.co/UXFkDkvSl3— Inga Rós (@Inga_Ros) January 15, 2020 Bjóst ekki við því að það að lesa fréttir af snjóflóðum í nótt myndi vekja upp stóra magahnúta. Ég bjó aldrei inná Flateyri og ég var bara 6 ára. En allir úr Önundarfirði skilja snjóflóðahættur. Ég get rétt ímyndað mér hvað Flateyringar eru að ganga í gegnum núna. 1/4— Alma (@Melsted) January 15, 2020 Úff úff erfiðar fréttir frá Flateyri í nótt. Líka erfitt að átta sig á því að vonda tilfinningin sem ég fékk í magann frá tunglinu í gærkvöldi reyndist vera rétt. Hljómar asnalega, ég veit en stundum fæ ég bara einhverja svona tilfinningu— Stuðný (@gudnyrp) January 15, 2020 Hugur Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra er einnig fyrir vestan en hún ritar: „Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.“ Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Gísli Ólafsson greinir ítarlega frá stöðunni fyrir vestan á Twitter. Three big #avalanches hit two towns in NW #Iceland causing damages. 1 teenager buried for 30 min but saved with minor injuries. Rescue teams from @Landsbjorg and psycho-social support teams from @raudikrossinn deployed. People in #Flateyri and #Sudureyri told to stay indoors. pic.twitter.com/ckKDmeK4QD— Gisli Olafsson (@gislio) January 15, 2020 ákveðin geðshræring í gangi en ég er örugg heima á Flateyri og allir heilir á húfi! höldum okkur inni og pössum upp á hvort annað pic.twitter.com/odQlgQTbHM— margrét lóa (@maggalolo) January 15, 2020 Hlusta á Bubba og bíð eftir frekari fregnum af snjóflóðinu á Flateyri. Verður ekki Önfyrskara.— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) January 15, 2020 snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri— Heiðdís (@BirtaHei) January 15, 2020 Ef þið hittið Önfirðing sem upplifði stóra snjóflóðið 1995 á næstu dögum gefið viðkomandi risa knús, það er pottþétt rosaleg triggerandi að lenda í þessu flóði sem var að dynja á Flateyri í kvöld— Sigrun Skaftadottir (@sigrunskafta) January 15, 2020
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Vegfarendur virði lokanir á Vestfjörðum Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. 15. janúar 2020 06:49 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Vegfarendur virði lokanir á Vestfjörðum Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. 15. janúar 2020 06:49
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04