Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir skipaður Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:08 Laugardalshöllin tekur um 2.300 manns í sæti í dag. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári. Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári.
Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00
Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32