Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:14 Jón Eyþór og Manuela í fjörugum dansi í Allir geta dansað 10. janúar síðastliðinn. Vísir/M. Flóvent Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón. Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02