Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 17:37 Starfsmaður á lestarstöð í Wuhan skimar fyrir farþegum með hita. Almenningssamgöngum til borgarinnar hefur verið lokað vegna faraldursins. Vísir/EPA Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003. Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003.
Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01