Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 18:54 Lið Menntaskólans á Ísafirði skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson (t.h) og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir (t.v.). Þau þurftu að takast á við Austfirðinga aftur, og höfðu betur. Menntaskólinn á Ísafirði Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10