Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:09 Vilhjálmur Bretaprins og Joaquin Phoenix ræða hér saman á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Vísir/getty Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020. BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020.
BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20