Shakira og Jennifer Lopez trylltu lýðinn í hálfleik Ofurskálarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 07:47 Shakira og Jennifer Lopez á Ofurskálarsviðinu í Miami í nótt. Vísir/getty Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020 Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020
Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira