„Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2020 14:45 Sporðdrekinn er í fullu fjöru Mynd/Aðsend Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“ Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Það er ekki algengt að sporðdrekar, líkt og sá sem spásseraði um heimahús á Akureyri um helgina, berist hingað til lands. Líklegast er að sporðdrekinn hafi komið hingað sem laumufarþegi um borð í matvælasendingu. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem fræddi hlustendur Bylgjunnar í gær um sporðdreka eftir fréttir helgarinnar. Lögregla handsamaði sporðdrekann sem kom honum til Náttúrufræðistofnunar. „Þessi dýr eru í heitum löndum, mest í hitabeltinu, eru þar rándýr og lifa á skordýrum, köngulóm og smádýrum. Þetta slæðist hingað með matvöru, ávöxtum eða blómum,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis í gær. Spjallið við hann má heyra neðst í fréttinni. Segir hann að hafi sporðdrekinn nóg að éta gæti hann fræðilega séð lifað ágætu lífi innandyra en viðbúið sé að hann myndi fljótt láta lífið úti í íslenska vetrarkuldanum. Hann „gæti hægt á efnaskiptunum um tíma en á endanum drepist,“ sagði Gísli.Hér að neðan má sjá myndband af sporðdrekanum sem tekið var upp áður en honum var komið fyrir í vörslu lögreglunnar. Sporðdrekar hafa það orð á sér að vera stórhættulegir en ef marka má umfjölun Slate frá árinu 2004 er það í raun svo að aðeins brotabrot af þeim spordrekategundum sem til eru búa yfir banvænni stungu. En það ku vera vont að fá stungu frá sporðdreka, óháð því hvort hann geti drepið menn eða ekki. „Þau eru með eiturbrodd aftan á sem þau nota til að drepa bráð eða deyfa hana. Ef að fólk er stungið fylgir því sársauki í einhvern tíma en yfirleitt er það ekki það hættulegt, í það minnsta ekki lífshættulegt,“ segir Gísli. Og sársaukinn getur verið mikill. „Þetta er voða sárt segja menn sem hafa orðið fyrir því af því að þeir dæla það miklu eitri inn,“ segir Gísli. En hvað á að gera ef sporðdreki dúkkar upp á heimili manns? „Það á bara að setja glas yfir og renna svo spjaldi, hörðum pappa undir glasið og svo getur það svæft þetta með því að koma þessu í frysti,“ segir Gísli og bætir við að sé eftirfarandi reglu fylgt ætti það að vera óþarfi fyrir fólk að óttast sporðdrekana mjög. „Það er alveg óþarfi ef það lætur það vera að taka þetta upp með höndunum.“
Dýr Reykjavík síðdegis Skordýr Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira