Rússar bjóða Hvítrússum betri kjör á olíu gegn innlimun Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 14:01 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti. Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti.
Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira