Vitnaði í bróður sinn heitinn í tilfinningaþrunginni ræðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 06:14 Joaquin Phoenix tekur við Óskarnum í kvöld. Vísir/getty Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar
Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira