Það stefndi allt í að færeysku meistararnir í KÍ yrðu fyrsta lið í sögu Færeyja til að komast áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið átti að mæta Slóvakíumeisturum Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppninnar í kvöld en kórónusmit greindist hjá starfsliði Bratislava.
Samkvæmt sóttvarnareglum í Færeyjum þurfti því allt liðið að fara í 14 daga sóttkví. Í reglum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kemur fram að geti lið ekki spila sökum kórónusmits þá tapi þau leiknum 3-0. Til að mega spila þarf 13 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð.
UEFA fundaði með forráðamönnum KÍ í dag en formaður félagsins sagði í frétt In. fo – fyrir fundinn - að hann teldi litlar líkur á að leikurinn yrðu spilaður. Hann fékk ósk sína ekki uppfyllta en ákveðið hefur verið að Bratislava fái að senda varalið sitt í leikinn.
Þeir koma til Færeyja á morgun og mun leikurinn fara fram á föstudag. KÍ þurfa því að spila leikinn til að brjóta blað í knattspyrnusögu landsins en þeir fá eflaust ekki betra tækifæri til þess en nú.
Liðið sem vinnur á föstudag mætir Young Boys frá Sviss, í Sviss, þann 26. ágúst.