Kunnuglegt andlit sló fyrsta höggið í morgun: „Hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 12:15 Dame Laura Davies. vísir/getty Dame Laura Davies er eitt þekktasta andlitið á LPGA mótaröðinni. Hún lék sitt fyrsta atvinnumannamót einungis sextán ára gömul, árið 1980, og er enn að spila. Opna breska meistaramótið hófst á Royal Troon vellinum í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Royal Troon völlurinn heldur mótið. Vegna kórónuveirunnar er Opna breska fyrsta risamót ársins í kvennaflokki og eitt af fáum mótum sem fara fram í sumar. Það var því vel við hæfi að einn besti breski kylfingur sögunnar, Laura Davies, sló fyrsta höggið í morgun en henni var að taka upphafshöggið á mótinu. „Þetta er mikill heiður að fá að slá opnunarhöggið en fyrst og fremst mikilvægt að spila á velli sem er ekki fullur og ég hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki,“ sagði Davies sem ruslaði æfingahringnum af á þriðjudaginn. Making her first appearance at 16, nothing seems more fitting than @LFCLJD kicking off the @AIGWomensOpen MORE https://t.co/3ywgVdeOjr— LPGA (@LPGA) August 19, 2020 Hún spilaði æfingahringinn á tveimur og hálfum tíma en frá því að opna breska varð risamót árið 2001 þá hafa einungis Davies og Cristie Kerr tekið þátt í öllum nítján mótunum. „Þetta er stór vika fyrir kvenna golf. Að spila á þessum golfvelli sem hefur verið á karlamótunum árunum saman og hleypti ekki kvenfólki inn lengi. Þetta er stór vika,“ sagði Davies. Íslensku kylfingarnir; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru ekki með á mótinu þetta árið. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 14.00 en útsendingar verða frá mótinu alla helgina. Dame Laura Davies hits the first tee shot of the 2020 @AIGWomensOpen!It s @LFCLJD s 40th appearance in the event! pic.twitter.com/LkSXRQi3cR— LPGA (@LPGA) August 20, 2020 Golf Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Dame Laura Davies er eitt þekktasta andlitið á LPGA mótaröðinni. Hún lék sitt fyrsta atvinnumannamót einungis sextán ára gömul, árið 1980, og er enn að spila. Opna breska meistaramótið hófst á Royal Troon vellinum í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Royal Troon völlurinn heldur mótið. Vegna kórónuveirunnar er Opna breska fyrsta risamót ársins í kvennaflokki og eitt af fáum mótum sem fara fram í sumar. Það var því vel við hæfi að einn besti breski kylfingur sögunnar, Laura Davies, sló fyrsta höggið í morgun en henni var að taka upphafshöggið á mótinu. „Þetta er mikill heiður að fá að slá opnunarhöggið en fyrst og fremst mikilvægt að spila á velli sem er ekki fullur og ég hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki,“ sagði Davies sem ruslaði æfingahringnum af á þriðjudaginn. Making her first appearance at 16, nothing seems more fitting than @LFCLJD kicking off the @AIGWomensOpen MORE https://t.co/3ywgVdeOjr— LPGA (@LPGA) August 19, 2020 Hún spilaði æfingahringinn á tveimur og hálfum tíma en frá því að opna breska varð risamót árið 2001 þá hafa einungis Davies og Cristie Kerr tekið þátt í öllum nítján mótunum. „Þetta er stór vika fyrir kvenna golf. Að spila á þessum golfvelli sem hefur verið á karlamótunum árunum saman og hleypti ekki kvenfólki inn lengi. Þetta er stór vika,“ sagði Davies. Íslensku kylfingarnir; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru ekki með á mótinu þetta árið. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 14.00 en útsendingar verða frá mótinu alla helgina. Dame Laura Davies hits the first tee shot of the 2020 @AIGWomensOpen!It s @LFCLJD s 40th appearance in the event! pic.twitter.com/LkSXRQi3cR— LPGA (@LPGA) August 20, 2020
Golf Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira