Þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson fékk það verkefni að mynda Frú Vigdísi Finnbogadóttur og Ronald Reagan fyrir leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, vildi hann gera hana eins flotta og hann gat á myndunum. Í fyrsta þættinum af AUGNABLIK segir Ragnar, betur þekktur sem RAX, sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók þessa daga.
„Hún náttúrulega heillar alla upp úr skónum,“
segir hann um fyrrum forsetann okkar. Söguna má finna í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars frá samskiptum forsetanna tveggja, bandaríska öryggisverðinum sem hjálpaði honum þennan dag og dularfulla stóra frakkanum sem Reagan er í á myndinni. Nýr þáttur mun svo birtast hér á Vísi alla sunnudaga og einnig verða þættirnir aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon.

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.