Martin, Haukur og Tryggvi í beinni á Stöð 2 Sport í allan vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 11:39 Martin, Haukur og Tryggvi leika allir í ACB, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leikjum úr deildinni í allan vetur. vísir/bára/getty Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á ACB, efstu deild í körfubolta á Spáni. Þar leika þrír af bestu körfuboltamönnum Íslands: Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson og Tryggvi Snær Hlinason. Stöð 2 Sport sýnir frá hverri umferð deildarkeppninnar og gerir úrslitakeppninni í vor ítarleg skil. Þá verður einnig sýnt frá bikarkeppninni (Copa del Rey) og ofurbikarnum (Supercopa) sem fer fram helgina 12.-13. september næstkomandi. Stöð 2 Sport mun reglulega sýna frá leikjum liða íslensku leikmannanna. Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Alba Berlin í Þýskalandi. Valencia er með gríðarlega sterkt lið en það hefur m.a. Bandaríkjamanninn Derrick Williams innan sinna raða. Hann var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Haukur er nýgenginn í raðir Andorra frá Unics Kazan í Rússlandi. Andorra er fjórða spænska félagið sem Haukur spilar með. Hann lék áður með Manresa, Breogán og Baskonia. Tryggvi er að hefja sitt annað tímabil Zaragoza. Hann gekk í raðir Valencia en var lánaður til Obradoiro tímabilið 2018-19. Síðasta sumar skrifaði Tryggvi undir þriggja ára samning við Valencia. „Þetta eru fyrst og fremst frábærar fréttir fyrir körfuboltann á Íslandi. Nú fá krakkarnir á Íslandi tækifæri til að horfa á sínar fyrirmyndir í sjónvarpinu sem hefur í raun aldrei verið raunin fyrir körfuboltakrakka á Íslandi. Ég vildi óska þess að ég hefði haft tök á að horfa á Jón Arnór þegar hann var upp á sitt besta. Þetta á líka eftir að hjálpa okkur körfuboltamönnunum að koma okkur betur á framfæri og opna augu Íslendinga fyrir því hversu stór körfubolti er á Spáni og í Evrópu,“ segir Martin. Haukur og Tryggvi taka í sama streng. „Þetta eru frábærar fréttir! Loksins verður sýnt frá bestu deild Evrópu og ekki skemmir fyrir að þar eru þrír Íslendingar að spila. Gaman að körfuboltafólk á Íslandi fær að kynnast evrópskum körfubolta enn betur. Virkilega góðar fréttir! Ég veit að fjölskyldan heima verður ánægð með þetta,“ segir Haukur. „Það er magnað að Íslendingar geti loksins horf á evrópskan körfubolta í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ég veit strax að margir heima verða glaðir með þetta framtak og ég held að þetta sé gott skref fyrir körfuboltahreyfinguna í heild. Það er svo ekkert annað að segja en sjáumst í vetur!“ segir Tryggvi. Fréttatilkynning Spænski körfuboltinn á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að leikjum ACB, efstu deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða eina sterkustu deildarkeppni heims í körfubolta, með mörgum af sterkustu og sögufrægustu liðum Evrópu. Nægir þar að nefna íþróttastórveldin Real Madrid og Barcelona. Þrír lykilmenn íslenska landsliðsins leika með spænskum félagsliðum. Martin Hermannsson (Valencia) og Haukur Helgi Pálsson (Andorra) eru að hefja sínar fyrstu leiktíðir í ACB-deildinnni og Tryggvi Snær Hlinason hefur senn sitt fimmta keppnistímabil á Spáni og annað með núverandi liði sínu, Zaragoza. Stöð 2 Sport sýnir frá hverri umferð deildarkeppninnar og gerir úrslitakeppninni í vor ítarleg skil. Þá verður einnig sýnt frá bikarkeppninni (Copa del Rey) og ofurbikarnum (Supercopa) sem fer fram helgina 12.-13. september næstkomandi. Stöð 2 Sport mun reglulega sýna frá leikjum liða íslensku leikmannanna. Antonio Martin, forseti ACB: „Íslenskur körfubolti hefur þróast á jákvæðan máta síðustu árin og sönnun þess er tilkoma áhugaverðra leikmanna eins og [Martins] Hermannssonar, [Tryggva Snæs] Hlinasonar og [Hauks Helga] Pálssonar. Allir munu hafa mikilvægu hlutverki að gegna í sínum liðum og sýna hversu langt íslenskur körfubolti hefur náð. Við erum ánægð að með samstarfi okkar við Stöð 2 Sport muni íslenskir aðdáendur fá tækifæri til að fylgjast með leikjum ACB deildarinnar. Við erum þess fullviss að þeir muni njóta bæði keppninnar og frammistöðu leikmannanna til hins ítrasta.“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports: „Það er okkur á Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að gefa íþróttaáhugafólki á Íslandi tækifæri að fylgjast með þremur af sterkustu körfuboltamönnum landsins reyna fyrir sér í einni sterkustu deild Evrópu. Afrek þeirra Martins, Hauks Helga og Tryggva Snæs er mikið og það eru forréttindi að fá að fylgja þeim eftir í vetur. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá íslenskum körfubolta síðustu áratugi og ríkir sérstök ánægja með þessa viðbót á dagskrá íþróttastöðva okkar.“ Martin Hermannsson: „Þetta eru fyrst og fremst frábærar fréttir fyrir körfuboltann á Íslandi. Nú fá krakkarnir á Íslandi tækifæri til að horfa á sínar fyrirmyndir í sjónvarpinu sem hefur í raun aldrei verið raunin fyrir körfuboltakrakka á Íslandi. Ég vildi óska þess að ég hefði haft tök á að horfa á Jón Arnór þegar hann var upp á sitt besta. Þetta á líka eftir að hjálpa okkur körfuboltamönnunum að koma okkur betur á framfæri og opna augu Íslendinga fyrir því hversu stór körfubolti er á Spáni og í Evrópu.“ Haukur Helgi Pálsson: „Þetta eru frábærar fréttir! Loksins verður sýnt frá bestu deild Evrópu og ekki skemmir fyrir að þar eru þrír Íslendingar að spila. Gaman að körfuboltafólk á Íslandi fær að kynnast evrópskum körfubolta enn betur. Virkilega góðar fréttir! Ég veit að fjölskyldan heima verður ánægð með þetta.“ Tryggvi Snær Hlinason: „Það er magnað að Íslendingar geti loksins horf á evrópskan körfubolta í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ég veit strax að margir heima verða glaðir með þetta framtak og ég held að þetta sé gott skref fyrir körfuboltahreyfinguna í heild. Það er svo ekkert annað að segja en sjáumst í vetur!“ Spænski körfuboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á ACB, efstu deild í körfubolta á Spáni. Þar leika þrír af bestu körfuboltamönnum Íslands: Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson og Tryggvi Snær Hlinason. Stöð 2 Sport sýnir frá hverri umferð deildarkeppninnar og gerir úrslitakeppninni í vor ítarleg skil. Þá verður einnig sýnt frá bikarkeppninni (Copa del Rey) og ofurbikarnum (Supercopa) sem fer fram helgina 12.-13. september næstkomandi. Stöð 2 Sport mun reglulega sýna frá leikjum liða íslensku leikmannanna. Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Alba Berlin í Þýskalandi. Valencia er með gríðarlega sterkt lið en það hefur m.a. Bandaríkjamanninn Derrick Williams innan sinna raða. Hann var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Haukur er nýgenginn í raðir Andorra frá Unics Kazan í Rússlandi. Andorra er fjórða spænska félagið sem Haukur spilar með. Hann lék áður með Manresa, Breogán og Baskonia. Tryggvi er að hefja sitt annað tímabil Zaragoza. Hann gekk í raðir Valencia en var lánaður til Obradoiro tímabilið 2018-19. Síðasta sumar skrifaði Tryggvi undir þriggja ára samning við Valencia. „Þetta eru fyrst og fremst frábærar fréttir fyrir körfuboltann á Íslandi. Nú fá krakkarnir á Íslandi tækifæri til að horfa á sínar fyrirmyndir í sjónvarpinu sem hefur í raun aldrei verið raunin fyrir körfuboltakrakka á Íslandi. Ég vildi óska þess að ég hefði haft tök á að horfa á Jón Arnór þegar hann var upp á sitt besta. Þetta á líka eftir að hjálpa okkur körfuboltamönnunum að koma okkur betur á framfæri og opna augu Íslendinga fyrir því hversu stór körfubolti er á Spáni og í Evrópu,“ segir Martin. Haukur og Tryggvi taka í sama streng. „Þetta eru frábærar fréttir! Loksins verður sýnt frá bestu deild Evrópu og ekki skemmir fyrir að þar eru þrír Íslendingar að spila. Gaman að körfuboltafólk á Íslandi fær að kynnast evrópskum körfubolta enn betur. Virkilega góðar fréttir! Ég veit að fjölskyldan heima verður ánægð með þetta,“ segir Haukur. „Það er magnað að Íslendingar geti loksins horf á evrópskan körfubolta í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ég veit strax að margir heima verða glaðir með þetta framtak og ég held að þetta sé gott skref fyrir körfuboltahreyfinguna í heild. Það er svo ekkert annað að segja en sjáumst í vetur!“ segir Tryggvi. Fréttatilkynning Spænski körfuboltinn á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að leikjum ACB, efstu deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða eina sterkustu deildarkeppni heims í körfubolta, með mörgum af sterkustu og sögufrægustu liðum Evrópu. Nægir þar að nefna íþróttastórveldin Real Madrid og Barcelona. Þrír lykilmenn íslenska landsliðsins leika með spænskum félagsliðum. Martin Hermannsson (Valencia) og Haukur Helgi Pálsson (Andorra) eru að hefja sínar fyrstu leiktíðir í ACB-deildinnni og Tryggvi Snær Hlinason hefur senn sitt fimmta keppnistímabil á Spáni og annað með núverandi liði sínu, Zaragoza. Stöð 2 Sport sýnir frá hverri umferð deildarkeppninnar og gerir úrslitakeppninni í vor ítarleg skil. Þá verður einnig sýnt frá bikarkeppninni (Copa del Rey) og ofurbikarnum (Supercopa) sem fer fram helgina 12.-13. september næstkomandi. Stöð 2 Sport mun reglulega sýna frá leikjum liða íslensku leikmannanna. Antonio Martin, forseti ACB: „Íslenskur körfubolti hefur þróast á jákvæðan máta síðustu árin og sönnun þess er tilkoma áhugaverðra leikmanna eins og [Martins] Hermannssonar, [Tryggva Snæs] Hlinasonar og [Hauks Helga] Pálssonar. Allir munu hafa mikilvægu hlutverki að gegna í sínum liðum og sýna hversu langt íslenskur körfubolti hefur náð. Við erum ánægð að með samstarfi okkar við Stöð 2 Sport muni íslenskir aðdáendur fá tækifæri til að fylgjast með leikjum ACB deildarinnar. Við erum þess fullviss að þeir muni njóta bæði keppninnar og frammistöðu leikmannanna til hins ítrasta.“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports: „Það er okkur á Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að gefa íþróttaáhugafólki á Íslandi tækifæri að fylgjast með þremur af sterkustu körfuboltamönnum landsins reyna fyrir sér í einni sterkustu deild Evrópu. Afrek þeirra Martins, Hauks Helga og Tryggva Snæs er mikið og það eru forréttindi að fá að fylgja þeim eftir í vetur. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá íslenskum körfubolta síðustu áratugi og ríkir sérstök ánægja með þessa viðbót á dagskrá íþróttastöðva okkar.“ Martin Hermannsson: „Þetta eru fyrst og fremst frábærar fréttir fyrir körfuboltann á Íslandi. Nú fá krakkarnir á Íslandi tækifæri til að horfa á sínar fyrirmyndir í sjónvarpinu sem hefur í raun aldrei verið raunin fyrir körfuboltakrakka á Íslandi. Ég vildi óska þess að ég hefði haft tök á að horfa á Jón Arnór þegar hann var upp á sitt besta. Þetta á líka eftir að hjálpa okkur körfuboltamönnunum að koma okkur betur á framfæri og opna augu Íslendinga fyrir því hversu stór körfubolti er á Spáni og í Evrópu.“ Haukur Helgi Pálsson: „Þetta eru frábærar fréttir! Loksins verður sýnt frá bestu deild Evrópu og ekki skemmir fyrir að þar eru þrír Íslendingar að spila. Gaman að körfuboltafólk á Íslandi fær að kynnast evrópskum körfubolta enn betur. Virkilega góðar fréttir! Ég veit að fjölskyldan heima verður ánægð með þetta.“ Tryggvi Snær Hlinason: „Það er magnað að Íslendingar geti loksins horf á evrópskan körfubolta í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ég veit strax að margir heima verða glaðir með þetta framtak og ég held að þetta sé gott skref fyrir körfuboltahreyfinguna í heild. Það er svo ekkert annað að segja en sjáumst í vetur!“
Spænski körfuboltinn á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að leikjum ACB, efstu deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða eina sterkustu deildarkeppni heims í körfubolta, með mörgum af sterkustu og sögufrægustu liðum Evrópu. Nægir þar að nefna íþróttastórveldin Real Madrid og Barcelona. Þrír lykilmenn íslenska landsliðsins leika með spænskum félagsliðum. Martin Hermannsson (Valencia) og Haukur Helgi Pálsson (Andorra) eru að hefja sínar fyrstu leiktíðir í ACB-deildinnni og Tryggvi Snær Hlinason hefur senn sitt fimmta keppnistímabil á Spáni og annað með núverandi liði sínu, Zaragoza. Stöð 2 Sport sýnir frá hverri umferð deildarkeppninnar og gerir úrslitakeppninni í vor ítarleg skil. Þá verður einnig sýnt frá bikarkeppninni (Copa del Rey) og ofurbikarnum (Supercopa) sem fer fram helgina 12.-13. september næstkomandi. Stöð 2 Sport mun reglulega sýna frá leikjum liða íslensku leikmannanna. Antonio Martin, forseti ACB: „Íslenskur körfubolti hefur þróast á jákvæðan máta síðustu árin og sönnun þess er tilkoma áhugaverðra leikmanna eins og [Martins] Hermannssonar, [Tryggva Snæs] Hlinasonar og [Hauks Helga] Pálssonar. Allir munu hafa mikilvægu hlutverki að gegna í sínum liðum og sýna hversu langt íslenskur körfubolti hefur náð. Við erum ánægð að með samstarfi okkar við Stöð 2 Sport muni íslenskir aðdáendur fá tækifæri til að fylgjast með leikjum ACB deildarinnar. Við erum þess fullviss að þeir muni njóta bæði keppninnar og frammistöðu leikmannanna til hins ítrasta.“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports: „Það er okkur á Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að gefa íþróttaáhugafólki á Íslandi tækifæri að fylgjast með þremur af sterkustu körfuboltamönnum landsins reyna fyrir sér í einni sterkustu deild Evrópu. Afrek þeirra Martins, Hauks Helga og Tryggva Snæs er mikið og það eru forréttindi að fá að fylgja þeim eftir í vetur. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá íslenskum körfubolta síðustu áratugi og ríkir sérstök ánægja með þessa viðbót á dagskrá íþróttastöðva okkar.“ Martin Hermannsson: „Þetta eru fyrst og fremst frábærar fréttir fyrir körfuboltann á Íslandi. Nú fá krakkarnir á Íslandi tækifæri til að horfa á sínar fyrirmyndir í sjónvarpinu sem hefur í raun aldrei verið raunin fyrir körfuboltakrakka á Íslandi. Ég vildi óska þess að ég hefði haft tök á að horfa á Jón Arnór þegar hann var upp á sitt besta. Þetta á líka eftir að hjálpa okkur körfuboltamönnunum að koma okkur betur á framfæri og opna augu Íslendinga fyrir því hversu stór körfubolti er á Spáni og í Evrópu.“ Haukur Helgi Pálsson: „Þetta eru frábærar fréttir! Loksins verður sýnt frá bestu deild Evrópu og ekki skemmir fyrir að þar eru þrír Íslendingar að spila. Gaman að körfuboltafólk á Íslandi fær að kynnast evrópskum körfubolta enn betur. Virkilega góðar fréttir! Ég veit að fjölskyldan heima verður ánægð með þetta.“ Tryggvi Snær Hlinason: „Það er magnað að Íslendingar geti loksins horf á evrópskan körfubolta í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ég veit strax að margir heima verða glaðir með þetta framtak og ég held að þetta sé gott skref fyrir körfuboltahreyfinguna í heild. Það er svo ekkert annað að segja en sjáumst í vetur!“
Spænski körfuboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira