Dóttir Lars Lagerbäck fékk kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 10:30 Lars Lagerbäck eftir síðasta leikinn sem hann stýrði íslenska landsliðinu sem var á móti Frökkum í átta liða úrslitum á EM í Frakklandi sumarið 2016. Getty/Michael Regan Lars Lagerbäck sagði frá áhrifum kórónuveirunnar á sína fjölskyldu í viðtali við heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins. Lars Lagerbäck stýrir norska landsliðinu í Þjóðadeildinni í kvöld þegar Austurríkismenn koma í heimsókn á Ullevaal leikvanginn í Osló. Lagerbäck gerði frábæra hluti með íslenska landsliðinu á árunum 2011 til 2016 og nú er hann að endurtaka leikinn með mjög spennandi norskt landslið. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á alla í heiminum og ekki síst starf landsliðsþjálfarans enda hafa engir alvöru landsleikir farið fram á þessu ári fyrr en nú. Strenge krav for Lars Lagerbäck og Norge på Ullevaal i kveld.https://t.co/qkwxRIo5dT— Dagbladet Sport (@db_sport) September 4, 2020 Alþjóða knattspyrnusambandið fékk Lars Lagerbäck í viðtal og spurði hann meðal annars út í kórónuveiruna en gamli íslenski landsliðsþjálfarinn er orðinn 72 ára gamall. „Þetta hefur verið skrítinn og erfiður tími fyrir alla,“ sagði Lars Lagerbäck og var síðan spurður út í fjölskylduna sína sem hann talan jafnan lítið um. „Það er allt í lagi með okkur. Dóttir mín fékk kórónuveiruna en hún náði sér. Eins og er þá líður öllum vel,“ sagði Lars Lagerbäck. Hann slapp hins vegar sem eru góðar fréttir enda kominn á áttræðisaldur. „Ég hef bara verið á búgarðinum síðan í mars og það var nóg að gera hér. Ég hafði mikið að gera,“ sagði Lagerbäck. „Ég átti annars frábært sumar eins og skrítið og það hljómar. Það var tími til að gera hluti sem ég vanalega kemst ekki í. Ég þarf vanalega að fylgjast með leikmönnum í fjórtán eða fimmtán löndum en nú var tími laus hjá mér,“ sagði Lars Lagerbäck. Þjóðadeild UEFA Svíþjóð Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Lars Lagerbäck sagði frá áhrifum kórónuveirunnar á sína fjölskyldu í viðtali við heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins. Lars Lagerbäck stýrir norska landsliðinu í Þjóðadeildinni í kvöld þegar Austurríkismenn koma í heimsókn á Ullevaal leikvanginn í Osló. Lagerbäck gerði frábæra hluti með íslenska landsliðinu á árunum 2011 til 2016 og nú er hann að endurtaka leikinn með mjög spennandi norskt landslið. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á alla í heiminum og ekki síst starf landsliðsþjálfarans enda hafa engir alvöru landsleikir farið fram á þessu ári fyrr en nú. Strenge krav for Lars Lagerbäck og Norge på Ullevaal i kveld.https://t.co/qkwxRIo5dT— Dagbladet Sport (@db_sport) September 4, 2020 Alþjóða knattspyrnusambandið fékk Lars Lagerbäck í viðtal og spurði hann meðal annars út í kórónuveiruna en gamli íslenski landsliðsþjálfarinn er orðinn 72 ára gamall. „Þetta hefur verið skrítinn og erfiður tími fyrir alla,“ sagði Lars Lagerbäck og var síðan spurður út í fjölskylduna sína sem hann talan jafnan lítið um. „Það er allt í lagi með okkur. Dóttir mín fékk kórónuveiruna en hún náði sér. Eins og er þá líður öllum vel,“ sagði Lars Lagerbäck. Hann slapp hins vegar sem eru góðar fréttir enda kominn á áttræðisaldur. „Ég hef bara verið á búgarðinum síðan í mars og það var nóg að gera hér. Ég hafði mikið að gera,“ sagði Lagerbäck. „Ég átti annars frábært sumar eins og skrítið og það hljómar. Það var tími til að gera hluti sem ég vanalega kemst ekki í. Ég þarf vanalega að fylgjast með leikmönnum í fjórtán eða fimmtán löndum en nú var tími laus hjá mér,“ sagði Lars Lagerbäck.
Þjóðadeild UEFA Svíþjóð Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira