Frank Lampard, stjóri Chelsea, segist sjá eftir orðaforðanum sem hann notaði er Liverpool og Chelsea mættust í ensku úrvalsdeildinni í sumar.
Mikill hiti var á hliðarlínunni á tímapunkti og Lampard dró nokkur ensk blótsyrði upp úr vasanum sem hann nú sér eftir.
„Ég sé eftir þessu,“ sagði sá enski í samtali við The High Performance hlaðvarpið. „Þegar þetta kom í fjölmiðla daginn eftir og vinur minn sendi mér þetta, þá skammaðist ég mín.“
„Ég var í augnablikinu og ég var heitur. Þetta var auðveldasti dagur allra tíma fyrir Liverpool. Þeir unnu deildina og skoruðu fullt af mörkum í upphafi leiksins.“
Lampard og Klopp virtust hnakk rífast eins og má sjá í myndinni sem fylgir fréttinni en sá enski vildi ekki fara nánar út í það hvað hafi átt sér stað.
„Nokkrir hlutir gerðust varðandi bekkinn sem ég er ekki að fara nánar út í en mér leið eins og ég þyrfti að verja félagið. Ég átti ekki í neinum vandræðum með að sjá Liverpool fagna.“
„Þetta var ekki vanvirðing gagnvart Klopp því ég ber mikla virðingu fyrir honum. Þetta var í hita leiksins og ég mun leggja þetta til hliðar þegar ég sé hann aftur.“
„Þú getur ekki tekið ástríðuna úr leiknum,“ sagði Lampard.
Frank Lampard admits he is embarrassed and 'regrets' telling Liverpool's bench to 'f*** off' https://t.co/x06AhJI9Ki
— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020