Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 22:43 Viðtalið við Lúkasjenkó var tekið í Sjálfstæðishöllinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. NIKOLAI PETROV / BELTA POOL/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45